Leita í fréttum mbl.is

Amazon og ekkert netsamband í viku!!!

Thridjudaginn 3ja júlí flugum vid frá Salvador til Brasilíu, áfram til Cuiaba, höfudborg Matto Grosso ( hver man ekki eftir Matto Grosso theim skelfilega frumskóg avintýrabóka 7. áratugar sídustu aldar Wink). Stigum út úr vélinni, thad er vetur svo hitinn er thurrar 35°C- eins og heitur veggur. Áfram med smávél um Sinop til Alta Floresta ( vid +2 adrir fartegar). Matto Grosso - Hvar er frumskógurinn, heimkynni kyrkislanga og alls kyns furduvera?? Úr lofti er allt í fyrstu thakid ökrum en eftir thví sem vid nálgumst Amazon meira breytist landid. Hér hefur skógurinn verid ruddur/ brenndur fyrir nautgriparaekt. Hér er ekki frjősamt skógarteppi. Thví hefur verid rutt burtu og í stad er kyrkingslegur gródur, allt thurrt og raudleitt vegna járnsins í jardveginum. 

naut á beit

Á leid til Cristalino verndarsvaedisins

Vid lendum í Alta Floresta sem er hálfgerdur landnámsbaer í jadri Amazon. Thad bídur okkar Landrover til ad flytja um rauda moldarslóda rúman klukkustundar akstur nidur ad Telespirisánni sem miklu nordar sameinast Amazon. Á leidinni sjáum vid Capivara, flódsvín ad bada sig vid litla tjörn í jadri smá skóglendis.

P7030221

 Keyrum framhjá fullt af beitilandi thar sem eru fleiri termítahrúgur en tré og hálfhoradir nautgripir rölta um. Bóndabaeirnir eru hrörlegir en fólkid gladlegt thótt ljóst sé ad hér er ekki mikid ríkidaemi. Verdur skiljanlegt ad baendur freistist inn í skóginn til ad höggva verdmaetan hardvid eda stela fridudum páfagauk enda naegur markadur fyrir slíkt í ríku löndunum.

Komum loks ă árbakkann thar sem bídur bătur eftir okkur. Á honum eru their Eduardo leidsögumadurinn okkar,  fuglafraedingur, forfallnari en Einar bródir og félagar og Francisco sem thekkir skóginn vel og á eftir ad reynast haukur í horni thegar kemur ad thvi ad finna dýr og annad áhugavert.  Vid leggjum af stad eftir Telespirisfljótinu sem er örlítid mjórra en Thingvallavatn (árnar hérna eru frekar tröllvaxnar). Thverum hana og rennum upp í Cristalinoánna sem á eftir ad vera hálfgert heimkynni okkar naestu dagana. Aevintýrid er hafid!!!

telespiris


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ásta
Ásta
náttúruunnandi og útivistarkona. Með áhuga á flestu sem finnst undir sólinni. Sér sig nú knúna til að blogga um stjórnmál og þjóðfélagsástandið
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband