Leita í fréttum mbl.is

Þórsmörk eða Goðaland

Það verða undur og stórmerki ef hrauneflan nær í Þórsmörk. Hvannárgilið er í Goðalandi og líkur eru á að nái hraunið að renna alveg niður á Krossáraura muni það renna að austanverðu. Framhjá Gunnufuð og loka þangað inn. Síðan áfram niður með Stakk (eða Stak).  Komist hraunið yfir í Þórsmörk verður það væntanlega sunnan göngubrúarinnar sem tengir Goðaland og Þórsmörk.

Standi gosið enn um hrið er líklegast að hraunelfan fylgja árfarvegi Krossár, enda leitar það eftir lægstu punktum í landslagi, eins og áin.

Efst í Hvannárgili má búast við að hraunið fylgi gilbrúninni nokkra hrið og geti fallið í fleiri fossum niður í gilið sem er gríðarlega hátt. Á þessari leið eru jökultotur sem munu bráðna, snöggkæla hraunið sem þá tætist í sundur í gufuspreningum og losar um leið töluvert af eiturgasi.

Ástæða er til að minna menn á að Brennisteinsvetni, Kolmónóxíð og fleira eitur fylgir öllum eldgosum.  Andi menn þeim að sér verða þeir strax máttvana og dofnir uns yfir líkur - það er því erfitt að komast undan hafi menn andað gosgufunum að sér. Nægir að minna á myndir af sauðfé sem lét lífið af þessum orsökum í dældum í nágrenni Heklu. Þá varð dauðsfall vegna gosgufa í Vestmannaeyjagosinu 1973. Það er því algerlega bann

að fara um lægðir og velja alltaf hæstu punkta til að fara eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta
Ásta
náttúruunnandi og útivistarkona. Með áhuga á flestu sem finnst undir sólinni. Sér sig nú knúna til að blogga um stjórnmál og þjóðfélagsástandið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband