Leita í fréttum mbl.is

Eyjafjallajökull og Katla

Það er alveg víst að Katla gaus í kjölfar goss í Eyjafjallajökli einu sinni.

Gos hófst í Eyjafjallajökli í október 1821. Einu og hálfu ári síðar eða í júní 1823 hófst svo gos í Kötlu en gosinu í Eyjafjallajökli lauk.

 

Árið 1612 var gos í Eyjafjallajökli. Þorsteinn Magnússon í Þykkvabæ lýsti í skrifum sínum flóði sem menn hafa leitt likur að að hafi komið úr Kötlu í kjölfarið. Þorvaldur Thoroddsen, mestur allra íslenskra vísindamanna taldi þett rangt hjá Magnúsi og telur að einungis hafi gosið í Eyjafjallajökli í Eldfjallasögu Íslands.  Þorvaldur styðst hins vegar mikið við lýsingar Þorsteins varðandi gosið í Kötlu 1625.

 

Hvort þær hafa gosið í kjölfar hvor annarrar oftar en 1821 og 1823 er alls endis óvíst. Það gæti hafa verið tilviljun þa 19. öld fremur en einhver regla, enda erfitt að ákvarða reglu af einu tilfelli.

 

Á skýringarmyndum af eldstöðvunum má sjá teiknaða innskot sem menn telja súrt og því kallað hraungúl. Hraungúll verður innskotið þó aðeins þegar það kemst upp á yfirborðið. Ef rétt reynist að kvikan í Eyjafjallajökli muni þrýsta innskotinu upp, verður TROÐGOS þar sem súr og seig kvikan treðst upp og storknar jafnharðan ofan á sjálfri sér. Dæmi um slíkt er Mælifell á Snæfellsnesi, áberandi nágranni Snæfellsjökuls.  Slíkt gos væri mikill fengur því að það höfum við jarðvísindafólk ekki upplifað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta
Ásta
náttúruunnandi og útivistarkona. Með áhuga á flestu sem finnst undir sólinni. Sér sig nú knúna til að blogga um stjórnmál og þjóðfélagsástandið
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband