Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2007

Undarleg upplifun á nádhúsi

Menningarsjokk eru fylgifiskur tess ad ferdast um fjarlaegar slódir. Eftir langt ferdalag erum vid komin heim til Christine hins yndislega svaedisfulltrúa AFS í Bahía fylki. Frábaer fjölskylda  sem býdur gesti velkomna med hlýju brosi, enda hafa ófáir skiptinemar átt hauk í horni hjá tessu góda fólki.

Eitt tad fyrsta sem ég gerdi var ad skreppa á nádhúsid enda fátt betra en ad fá ad nota slíkt í heimahúsi eftir alla almenningsadstöduna. Loka dyrunum, enginn ad bída í röd fyrir utan. Setjast ě rólegheitum en skjótast jafnhratt af aftur tegar mjúk klósettsetan stundi vid.  Hér eru klósettsetur gjarnan úr mjúkum svampi sem leggst saman og andvarpar tegar sest er á. Jafnvel á tímum heimsvaedingarinnar er ýmislegt nytt ad upplifa.


Komin ă ăfangastad; Salvador

Yndislega ahyggjulaust ad geta tjekkad farangurinn sinn alla leid og vera laus vid ad drösla töskum milli terminala a leidinlegasta flugvelli heims.  Höfdum gódan tima og forum tví inn i London og heimsottum Risaedlurnar á Natural History sem hafa ekki minnkad med árunum. Reynir á ímyndunaraflid ad sja tönn úr Megalosaurusi, fornri ránedlu láta tönn úr Tyranosaurus Rex virdast smáa, kvikindid tad hefur ekki verid frynilegt, margfalt staerri en Gramedlan sjálf.  Svo lá leidin a Brithish museum til ad skoda múmíur. Múmíur Krókódíla, bavíana, katta og fálka ad teim hefdbundnari ógleymdum.

 Loks aftur út a flugvöll. Allt klárt. Terjkkum inn. Datt svo í hug ád spyrja um töskurnar. jú, taer fundst bádar í kerfinu en voru ekki komnar enn a rettan stad. Spurdu til öryggis adur en tú gengur um bord, sagdi notalega konan hjá Birtish Airways, betra ad vera viss. 

Framn vid flugvéladyrnar spurdum vid ungan brasiliskan starfsmann um töskurnar, svona Pro Forma.  Hann brosti út ad eyrum: "I have good news and bad news - brosti enn breidar - one of your bags in on board and the other one is lost. Maybe it will get on board in time." Í Lundúnum var skolil´á leidindavedur. Flugvélin fékk ekki heimild til flugtaks og beid í´rúma klukkustund uns rofadi til. Loksins var hafid hid 11 klukkustunda langa flug til Sao. Med krossada fingur ad taskan hefdi skilad sér. Lentum loks í Sao Paulo - og bara ein taska. Tad vantadi meira en 30 töskur og álíka margir óhamingjusamir fartegar. Tőmas er alls laus - vantar öll hans föt og allar sukkuladirúsiínurnar, draumana og rísid..... fylli út pappírsform.....Svo fljugum vid taepa 3 tíma aftur til Nordurs til Salvador. Svolitid skrítid.

Lent i Salvador. Frábaert sjá Lilju eftir taept ár. Sólbrún og greinilega adlögud ad adstaedum. Tómas flaug upp um hálsinn á henni.  Og nú erum vid búin ad eyda restinni af deginum hér - heimsaekja fjölskylduna sem býr í yndilegu húsi mamman og systirin. Tőmas stökk í ískalda sundlaugina og naut sín. Fórum svo og keyptum smá föt a Tómas sem er nú lordin eins og innfaeddur a flipp flopp, sidum sundbuxum og bol. Fórum svo og fengum okkur ís tó ad hér sé vetur, enda 27C en dálítid mikid rakt.

Gistum hjá trúnadarkonu Lilju, henni Chrisine sem er frábaerlega gestrisin og hlý kona.

Leggjum svo í hann eldsnemma ~i fyrramálid. Til Chapada, tangad er örstutt, bara 7 klukkustundir i rútu. Vona bara tad rigni ekki of mikid tví tá verda stígarnir í bröttum hlídum Atlantshafsskógsins ansi hálir Cool


Ađ pakka fyrir regnskógaleiđangur

Hvers slags skótau ţarf ţegar eyđa á fjölda daga í regnskógi? Tilhugunin um iglur og annađ félegt sem býr í lággróđrinum verđur ţess valdandi ađ nú hef ég ákveđiđ ađ gönguskórnir skuli međ. Ţeir hafa reynst vel árum saman í íslensku mýrlendi og fara ekki ađ svíkja ţó gengiđ sé um í Amazonskóginum. Fyrst gönguskórnir fara međ verđa víst ullar hosurnar ađ fylgja. Smám saman er okkar nánasarlegi farangur ađ vaxa og nú standa tvćr fullar ferđatöskur ferđbúnar.

Reyndar eru ţćr mest megnis fylltar gjöfum; Harđfiskur og hangikjöt er auđvitađ lostćti sem fylgir hvert sem er. Ţá hefur veriđ brugđist viđ öllum óskum Lilju Steinu sem eftir ársdvöl í hitabeltinu og sambastemmningunni á sér ţá ósk heitasta, fyrir utan auđvitađ ađ fá mömmu og litla bróđur í heimsókn og leggja í ćvintýr, ađ fá Kókómjólk og kleinur!!!! Alveg dagsatt, bađ reyndar líka um snúđ en eftir nokkrar vangaveltur var ţví hafnađ en allsendis óvíst hvernig glasúr lifir af öll ţessi flug ( fyrst til London - svo London til Sao Paulo og til Salvador).

ţá eru ótaliđ íslenskt lostćti svo sem súkkulađirúsínur og lakkrísbombur.

 Jćja - ţá er ađ hlaupa einn hring og vökva bćđi inni og úti. Hér hefur ekki rignt í 3 vikur - verđur tilbreyting ađ komast í regnskóginn ţar sem rignir stundvíslega klukkan 15.45 alla daga í 34 mínúturWink


Dagurinn fyrir

Ţá er allt ađ smella saman. VIđ Tómas Orri alveg klár. Búin ađ tína til kíkja og regnkápur, plástra og pöddueitur.  Allar sprautur komnar ( ţurftum ađ bćta gulu viđ í dag viđ takmarkađan fögnuđ hjá minnsta manni). Flugmiđabunkinn fyllir heila bók. Hverjum hefđi dottiđ í hug ađ óreyndu ađ Brasilía vćri á stćrđ viđ alla Evrópu og ađ smáflug milli bćja vćri eins og ađ skreppa til Istanbúl.

Ferđaáćtlunin er loksins á hreinu. Held ég hafi aldrei eytt jafnmiklu tíma í netleit. Búin ađ skipuleggja nćstu vikur í ţaula.

Ferđááćtlunin er eftirfarandi:

Byrjum í Bahia, skođum Chapada, hiđ metnađarfulla skjaldbökuverndarverkefni og eyđum tíma í borg hins eilífa Samba  Salvador. Innfćddir segja ađ ţar sé karnival allt áriđ. Svo liggur leiđin ţvert yfir til Ciuaba og ţađan til Alta Floresta ţar sem Amazon er enn í friđi fyrir ágjörnum námufyrirtćkjum og hamborgaraframleiđendum. Hér ćtlum viđ ađ eyđa einni viku  http://cristalinolodge.com.br/apresentacaop.htm

Regnskógurinn eins og hann gerist heilbrigđastur. Líklega verđugt verkefni fyrir Kolviđarsjóđinn ađ fjárfesta hér um slóđir:

Eftir fuglaskođun, anacondur, lćkningajurtir og piranha súpu liggur leiđin í leit ađ jagúarnum, Tapírum og mauraćtunni á verndarsvćđi Jagúarsins í Pantanal, Matto Grosso og hér dveljum viđ líka í eina viku.  http://www.jaguarreserve.com/   

Ţá er stefnan tekin á hefđbundnari ferđamannaslóđir, til Manaus borgarinnar međ óperuhúsinu í miđjum frumskóginum sem Werner Herzog gerđi svo frábćrlega skil um áriđ. En ţađ eru ekki mannsvistinn sem heillar heldur er  á óskalistanum er ađ sjá hina einstöku bleiku höfrunga sem ţví miđur hefur fćkkađ uggvćnlega. Nefapar, letidýr og ýmislegt fleira mun vćntanlega bera fyrir augu dagana okkar hér í Amazonat.  http://www.amazonat.org/home.html

Ţá er stefnan tekin á enn eitt verndarsvćđiđ en nú út viđ ströndina. Fernando do Noronha er rómađ fyrir náttúrufegurđ. Hér er stefnan ađ kanna sjávarlífiđ og snorkla međ fiskum og höfrungum. http://www.noronha.pe.gov.br/

ţá verđur kominn tíma á hefđbundnari túrisma og leiđin liggur til Río de Janeiro, ţađan um Minas Gerais hiđ sögufrćga námuhérađ ( verđur líka ađ skođa smá steina, svona ţegar mađur er jarđfrćđingur) og loks Sao Paulo ţađan sem viđ fljúgum loks heim í Ágúst.

Stađarvaliđ er međ ţeim hćtti ađ á sumum stöđum er ólíklegt ađ hćgt sé ađ gera ferđasögunni skil en markmiđiđ er ađ reyna ţađ eins og kostur gefst.

Međ splunkunýja myndavél í farteskinu ćtti jafnvel ađ vera hćgt ađ gefa smá smjörţef af ţví einstaka lífríki sem Brasilía státar enn af.

Ţađ er á mánudag sem ćvintýriđ hefst ţví helgin fer í flug um London til Sao og síđan til Salvador ţar sem Lilja bíđur okkar Tomma - en ekki hvađ síst er ţađ kókómjólkin og kleinurnar sem viđ komum međ sem hún hlakkar til ađ gćđa sér á eftir ársdvöl í Brasilíu.

 


Höfundur

Ásta
Ásta
náttúruunnandi og útivistarkona. Með áhuga á flestu sem finnst undir sólinni. Sér sig nú knúna til að blogga um stjórnmál og þjóðfélagsástandið
Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband