Leita í fréttum mbl.is

Keppni í krónusökki

Búast má við því að krónan falli snarpt þegar hún verður sett á flot, segir forsætisráðherrann.  Það er ekki mikið flot í krónu sem sekkur eins og steinn þegar henni er sleppt lausri. Gengið mun botnfalla og lán landsmanna hækka samsvarandi.  Gengistrygging húsnæðislána er staðreynd. Verðbólgan étur börnin sín.

Það er nauðsyn að afnema gengistryggingu innlendra lána. Til að svo verði þarf að endurskoða verðtryggingarfótinn. Hann á ekki að miðast við kaupverð á innfluttum neysluvörum heldur þarf að setja fram nýjar og raunhæfar forsendur. Á meðan á að afnema verðtryggingu húsnæðislána.

Verðbólguskotið sem fylgir sökki flotkrónunnar,  má  ekki verða til þess að fólk missi húsnæði eða trú á framtíðina. það er beinlínis hættulegt að horfa á lánin hækka og hækka, þrátt fyrir að standa alltaf í skilum á hærri og hærri greiðslum meðan eigið fé gufar upp. Séríslensku okurvextir þeirra eru til verndar einni kynslóð á kostnað þeirra sem komu á undan og þeirra sem koma á eftir.

Af hverju skyldu lífeyrissjóðir telja nauðsynlegt að verðtryggja með þessum hætti? það er hvergi gert í löndunum sem við berum okkur samanvið. Skyldi það vera af því að lífeyrissjóðum hefur verið stýrt að sjálfskipuðu liði úr bönkum og atvinnulífi, ekki launþegum sem þó eiga aurinn. Hver man ekki baráttu eigenda almenna lífeyrissjóðins fyrir þvi að fá mann í stjórn?

Auðvitað á fólk að mega leysa valkvæman séreignalífeyrir til að grinka á húsnæðisskuldum. Þeir sem eiga hann. Þeir forkólfar lífeyrissjóða og verkalýðsyfirstéttar eru ekki að hugsa um hagsmuni sinna umbjóðenda þegar þeir hafna slíkum tillögum. Hvað þeir eru að hugsa veit ég ekki  - það er nóg komið af slíkum hugsunarhætti. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta
Ásta
náttúruunnandi og útivistarkona. Með áhuga á flestu sem finnst undir sólinni. Sér sig nú knúna til að blogga um stjórnmál og þjóðfélagsástandið
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband