Leita í fréttum mbl.is

Dagurinn fyrir

Þá er allt að smella saman. VIð Tómas Orri alveg klár. Búin að tína til kíkja og regnkápur, plástra og pöddueitur.  Allar sprautur komnar ( þurftum að bæta gulu við í dag við takmarkaðan fögnuð hjá minnsta manni). Flugmiðabunkinn fyllir heila bók. Hverjum hefði dottið í hug að óreyndu að Brasilía væri á stærð við alla Evrópu og að smáflug milli bæja væri eins og að skreppa til Istanbúl.

Ferðaáætlunin er loksins á hreinu. Held ég hafi aldrei eytt jafnmiklu tíma í netleit. Búin að skipuleggja næstu vikur í þaula.

Ferðááætlunin er eftirfarandi:

Byrjum í Bahia, skoðum Chapada, hið metnaðarfulla skjaldbökuverndarverkefni og eyðum tíma í borg hins eilífa Samba  Salvador. Innfæddir segja að þar sé karnival allt árið. Svo liggur leiðin þvert yfir til Ciuaba og þaðan til Alta Floresta þar sem Amazon er enn í friði fyrir ágjörnum námufyrirtækjum og hamborgaraframleiðendum. Hér ætlum við að eyða einni viku  http://cristalinolodge.com.br/apresentacaop.htm

Regnskógurinn eins og hann gerist heilbrigðastur. Líklega verðugt verkefni fyrir Kolviðarsjóðinn að fjárfesta hér um slóðir:

Eftir fuglaskoðun, anacondur, lækningajurtir og piranha súpu liggur leiðin í leit að jagúarnum, Tapírum og mauraætunni á verndarsvæði Jagúarsins í Pantanal, Matto Grosso og hér dveljum við líka í eina viku.  http://www.jaguarreserve.com/   

Þá er stefnan tekin á hefðbundnari ferðamannaslóðir, til Manaus borgarinnar með óperuhúsinu í miðjum frumskóginum sem Werner Herzog gerði svo frábærlega skil um árið. En það eru ekki mannsvistinn sem heillar heldur er  á óskalistanum er að sjá hina einstöku bleiku höfrunga sem því miður hefur fækkað uggvænlega. Nefapar, letidýr og ýmislegt fleira mun væntanlega bera fyrir augu dagana okkar hér í Amazonat.  http://www.amazonat.org/home.html

Þá er stefnan tekin á enn eitt verndarsvæðið en nú út við ströndina. Fernando do Noronha er rómað fyrir náttúrufegurð. Hér er stefnan að kanna sjávarlífið og snorkla með fiskum og höfrungum. http://www.noronha.pe.gov.br/

þá verður kominn tíma á hefðbundnari túrisma og leiðin liggur til Río de Janeiro, þaðan um Minas Gerais hið sögufræga námuhérað ( verður líka að skoða smá steina, svona þegar maður er jarðfræðingur) og loks Sao Paulo þaðan sem við fljúgum loks heim í Ágúst.

Staðarvalið er með þeim hætti að á sumum stöðum er ólíklegt að hægt sé að gera ferðasögunni skil en markmiðið er að reyna það eins og kostur gefst.

Með splunkunýja myndavél í farteskinu ætti jafnvel að vera hægt að gefa smá smjörþef af því einstaka lífríki sem Brasilía státar enn af.

Það er á mánudag sem ævintýrið hefst því helgin fer í flug um London til Sao og síðan til Salvador þar sem Lilja bíður okkar Tomma - en ekki hvað síst er það kókómjólkin og kleinurnar sem við komum með sem hún hlakkar til að gæða sér á eftir ársdvöl í Brasilíu.

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin til byggða bloggjómfrú mín kær. Loksins bankaði 21. öldin upp á hjá þér.

Knús mús og góða ferð

Björkin (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 15:59

2 identicon

hlakka geggjad mikid til ad sjá ykkur ekki á morgn heldur hinn!!!!

Krúsímús (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 17:06

3 identicon

´vildi óska þess að ég væri með ykkur - ævintýrafólk! það verður spennó að fylgjast með ferðasögunni! og plís ekki gefa mér braílískar nærjur þegar þið komið heim!

Kristín Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 11:07

4 identicon

Sæl elskurnar

Gaman ad fylgjast med ykkur

Gangi ykkur vel

Tengdo / afi amma

Tengdo (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta
Ásta
náttúruunnandi og útivistarkona. Með áhuga á flestu sem finnst undir sólinni. Sér sig nú knúna til að blogga um stjórnmál og þjóðfélagsástandið
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband