Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
27.3.2010 | 12:27
Þórsmörk eða Goðaland
Það verða undur og stórmerki ef hrauneflan nær í Þórsmörk. Hvannárgilið er í Goðalandi og líkur eru á að nái hraunið að renna alveg niður á Krossáraura muni það renna að austanverðu. Framhjá Gunnufuð og loka þangað inn. Síðan áfram niður með Stakk (eða Stak). Komist hraunið yfir í Þórsmörk verður það væntanlega sunnan göngubrúarinnar sem tengir Goðaland og Þórsmörk.
Standi gosið enn um hrið er líklegast að hraunelfan fylgja árfarvegi Krossár, enda leitar það eftir lægstu punktum í landslagi, eins og áin.
Efst í Hvannárgili má búast við að hraunið fylgi gilbrúninni nokkra hrið og geti fallið í fleiri fossum niður í gilið sem er gríðarlega hátt. Á þessari leið eru jökultotur sem munu bráðna, snöggkæla hraunið sem þá tætist í sundur í gufuspreningum og losar um leið töluvert af eiturgasi.
Ástæða er til að minna menn á að Brennisteinsvetni, Kolmónóxíð og fleira eitur fylgir öllum eldgosum. Andi menn þeim að sér verða þeir strax máttvana og dofnir uns yfir líkur - það er því erfitt að komast undan hafi menn andað gosgufunum að sér. Nægir að minna á myndir af sauðfé sem lét lífið af þessum orsökum í dældum í nágrenni Heklu. Þá varð dauðsfall vegna gosgufa í Vestmannaeyjagosinu 1973. Það er því algerlega bann
að fara um lægðir og velja alltaf hæstu punkta til að fara eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2010 | 12:16
Eyjafjallajökull og Katla
Það er alveg víst að Katla gaus í kjölfar goss í Eyjafjallajökli einu sinni.
Gos hófst í Eyjafjallajökli í október 1821. Einu og hálfu ári síðar eða í júní 1823 hófst svo gos í Kötlu en gosinu í Eyjafjallajökli lauk.
Árið 1612 var gos í Eyjafjallajökli. Þorsteinn Magnússon í Þykkvabæ lýsti í skrifum sínum flóði sem menn hafa leitt likur að að hafi komið úr Kötlu í kjölfarið. Þorvaldur Thoroddsen, mestur allra íslenskra vísindamanna taldi þett rangt hjá Magnúsi og telur að einungis hafi gosið í Eyjafjallajökli í Eldfjallasögu Íslands. Þorvaldur styðst hins vegar mikið við lýsingar Þorsteins varðandi gosið í Kötlu 1625.
Hvort þær hafa gosið í kjölfar hvor annarrar oftar en 1821 og 1823 er alls endis óvíst. Það gæti hafa verið tilviljun þa 19. öld fremur en einhver regla, enda erfitt að ákvarða reglu af einu tilfelli.
Á skýringarmyndum af eldstöðvunum má sjá teiknaða innskot sem menn telja súrt og því kallað hraungúl. Hraungúll verður innskotið þó aðeins þegar það kemst upp á yfirborðið. Ef rétt reynist að kvikan í Eyjafjallajökli muni þrýsta innskotinu upp, verður TROÐGOS þar sem súr og seig kvikan treðst upp og storknar jafnharðan ofan á sjálfri sér. Dæmi um slíkt er Mælifell á Snæfellsnesi, áberandi nágranni Snæfellsjökuls. Slíkt gos væri mikill fengur því að það höfum við jarðvísindafólk ekki upplifað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)