Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2007

Cristalino - ótrúleg upplifun

Ég var búin ad lesa ad Cristalino verndarsvaedid vaeri eitt thad áhugaverdasta í Amazon. Á fáum stödum vaeri haegt ad skoda eins vel vardveittan en adgengilegan regnskóg. Nú er vetur í skóginum. Tad rignir eiginlega ekkert og tegar kemur fram í águst er skógurinn ordinn furdu thurr og dýrin öll farin ad leita nidur ad ánnum. Í september kemur vorid med daglegum regni og thá hefst varptíminn.  Nú er júlí, stígarnir thurrir og fyrsta tréin búin ad fella laufin. Thau gera tad nú og blómstra í skaerum litum til ad lada ad fugla.

VETUR Í SKÓGINUM

Cristalino Jungle lodge

Vid höfum lítinn kofa, bungalow til umráda, einstaklega skemmtilega innréttadan á einfaldan máta. Maturinn er gódur og allt gert til ad okkur lídi sem best - en tad er ekkert rafmagn nema í stutta stund um kvöldmatarleytid tegar ljósavélin er keyrd. Enginn sími, engin tölva, ekker internet!! Hér raedur Vittoria húsum en hun er einn af forsprökkum fyrir verndun regnskógarins í Brasilíu og hefur unnid hér frábaert starf. Hér í Cristalino er rekinn Amazon umhverfisskólinn sem hefur tad ad markmidi ad uppfraeda unga brasiliubúa um naudsyn tess ad vernda Amazon med tví ad gera teim ljóst tad gífurlega verdmaeti sem felst í líffraedilegum fjölbreytileikanum. Eftir ad dvelja hér er ég sannfaerd um ad Kolvidarsjodur gerir mest gagn med thví ad kaupa hér regnskóg og baeta vid svaedi eins og Cristalino. En nóg um tad. 

grimmur krókódíll

Best af öllu í Cristalino er hid frábaera starfsfőlk sem flest hefur heyrt af Cristalino og er komid hingad af hugsjőn. Hér eru líka starfandi sjálfbodalidar, flestir eru fuglafreadinga enda svaedid eitt thad besta í heiminum fyrir fuglaskodara!!

Amazon í 6 daga!!

Gott fólk, gódur matur og fín rúm eru naudsynleg thegar farid er á faetur klukkan 5.30 alla morgna tví hér má svo sannarlega sannreyna ad morgunstund gefur gull í mund - ad minnsta kosti ef á ad skoda lífid í skóginum. Eftir furdu kaldar naetur vaknar skógurinn vid sólarupprás- og thrátt fyrir ad naetur lífid sé líka áhugavert og oft audveldara ad finna stóru dýrin  í myrkrinu tegar augun teirra endurkasta ljősinu!

api

Vid byrjum fyrsta morgunin á ad klifra upp í skodunarturninn sem er 50 metra hár og gnaefir upp úr skóginu!! - í Trjánnum sveifla sér apakettir - dingla á rőfunni og gretta sig framan í Tómas - koma meira segja nidur til ad kíkja á pésa.  Yfir höfdum sveima  gammar og fálkar,  hávaerir pafagaukar, litskrúd sem tekur engan endi. ´

Lítill litskrúdugur jacamar

Áin er samt besti stadurinn til ad skoda lífid í Amazon - og vid förum í batum upp og nidur. Leitum ad krókódílum, otrum og flódsvínum, sjaúm Paca og Agouti end engan tapir ne´heldur jagúar.

Cristalinoáin

Ég er himinlifandi yfir ad hafa barid risaedlufuglinn augum - fugl sem er hvergi annars stadar ad sjá!! Sólsetur yfir Telespiri, eltum uppi náttstad ;tusunda hegra, naeturavintýri med skordýarfraedingnum tar sem vid finnum sproddreka og lirfu sem er baneitrud.

páfagaukur á grein

risaedlufuglinn

Mest af öllum veit thó Alfredo sem bjő í 24 ár á sveitabae inni í midjum skóginum og thekkir hann eins og lófann á sér - jurtirnar og lyfin. Marchino, Xingu indjáninn sem skrifar ljod - Fransisco sem sýnir ómetanlega tholinmaedi vid ad adstoda Tómas vid Piranha veidar ( Tommi veidir Piranaha í afskaplega góda fiskisupu handa öllum).

saetust í skóginum 

Nóg um thessa dag í Cristalino - tid verid bara ad koma hingad og upplifa thad líka. Vid erum Ástfangin af Amazon - og kunnum bara vel vid as synda med Piranha (sögur af theim eru stórlega ýktar) og hinum mjög svo saetu Caimönum sem verda varla nema metri, med skottinum!!!

Svartir gammar - Hvad er í matinn

 Í nótt gistum vid í Cuiaba og höldum inn í Pantanal í leit ad Jagúar snemma í fyrramálid thar sem vid verdum naestu 5 daga.

Sólsetur yfir Telespiris

 


Amazon og ekkert netsamband í viku!!!

Thridjudaginn 3ja júlí flugum vid frá Salvador til Brasilíu, áfram til Cuiaba, höfudborg Matto Grosso ( hver man ekki eftir Matto Grosso theim skelfilega frumskóg avintýrabóka 7. áratugar sídustu aldar Wink). Stigum út úr vélinni, thad er vetur svo hitinn er thurrar 35°C- eins og heitur veggur. Áfram med smávél um Sinop til Alta Floresta ( vid +2 adrir fartegar). Matto Grosso - Hvar er frumskógurinn, heimkynni kyrkislanga og alls kyns furduvera?? Úr lofti er allt í fyrstu thakid ökrum en eftir thví sem vid nálgumst Amazon meira breytist landid. Hér hefur skógurinn verid ruddur/ brenndur fyrir nautgriparaekt. Hér er ekki frjősamt skógarteppi. Thví hefur verid rutt burtu og í stad er kyrkingslegur gródur, allt thurrt og raudleitt vegna járnsins í jardveginum. 

naut á beit

Á leid til Cristalino verndarsvaedisins

Vid lendum í Alta Floresta sem er hálfgerdur landnámsbaer í jadri Amazon. Thad bídur okkar Landrover til ad flytja um rauda moldarslóda rúman klukkustundar akstur nidur ad Telespirisánni sem miklu nordar sameinast Amazon. Á leidinni sjáum vid Capivara, flódsvín ad bada sig vid litla tjörn í jadri smá skóglendis.

P7030221

 Keyrum framhjá fullt af beitilandi thar sem eru fleiri termítahrúgur en tré og hálfhoradir nautgripir rölta um. Bóndabaeirnir eru hrörlegir en fólkid gladlegt thótt ljóst sé ad hér er ekki mikid ríkidaemi. Verdur skiljanlegt ad baendur freistist inn í skóginn til ad höggva verdmaetan hardvid eda stela fridudum páfagauk enda naegur markadur fyrir slíkt í ríku löndunum.

Komum loks ă árbakkann thar sem bídur bătur eftir okkur. Á honum eru their Eduardo leidsögumadurinn okkar,  fuglafraedingur, forfallnari en Einar bródir og félagar og Francisco sem thekkir skóginn vel og á eftir ad reynast haukur í horni thegar kemur ad thvi ad finna dýr og annad áhugavert.  Vid leggjum af stad eftir Telespirisfljótinu sem er örlítid mjórra en Thingvallavatn (árnar hérna eru frekar tröllvaxnar). Thverum hana og rennum upp í Cristalinoánna sem á eftir ad vera hálfgert heimkynni okkar naestu dagana. Aevintýrid er hafid!!!

telespiris


Salvador - heillandi heimur ă heimsminjaskrá

Thegar ég kom hingad átti ég ekki von á tví ad gamli baejarhlutinn í Salvador vaeri svona heillandi. Hann gefur Feneyjum, Prag og Sienna ekkert eftir, nema hvad vardar vidhald. Enginn veit hvad átt hefur fyrr en misst hefur. Vonandi verda tad ekki örlög Pelorinho ad falla fyrir jardýtukjöftum. Thad ad vera ă heimsminjaskrá er ekki nóg til ad trygjga verndun og vardveislu tví slíkt kostar fé. Thrátt fyrir ad thad sé gífurlegur uppgangur í efnahagslífinu thá birtist thad enn ekki í auknum áhuga á vardveislu menningarminja. Vonandi verdur fljótt breyting thar á.

Tommi í Pelorinho

 Í dag fórum vid í baejarferd. Lilja hafdi fengid bílstjóra og leidsögumann til ad uppfraeda okkur um borgina. Michael er svo sannarlega starfi sínu vaxinn, óthrjótandi brunnur um allt sem vardar borgina og sögu hennar. http://www.planetware.com/pictures-/salvador-bra-ba-s.htm

Portúgalar komu hingad 1. nővember árid 1501 - á allra heilagramessu og dregur flóinn sem borgin stendur vid nafn sitt af tví. Salvador var höfudborg Brasilíu til 1763 en tá tók Ríó vid tví hlutverki. Á fáum stödum eru fleiri kirkjur en hér, hver annarri fallegri. Fleiri heldur en dgarnir í árinu.  Strandlengjan er vördud virkjum. Midborgin er tvískipt:  ny blokkahverfi annars vegar en hins vegar afskaplega heillandi gamall baer. Á nesi nokkur stendur ein fraegasta kirkja Brasilíu, BomFim sem merkir gód endalok. Til BomFim streyma pílagrímar allan ársins hring en fraegust er kirkjan thó fyrir árlegan krikjutröpputvott til minningar um thá sem aldrei fengu ad koma inn í Gudshúsid.

 Bon Fim Gőd endalok

Virkin sem umlykja borgina eru mörg. Flest reist á 17. öld.  Eitt theirra er langt frá sjó thar sem búid er ad byggja mikla landfyllingu langt út í sjó. Annad virki hefur ödlast nýtt hlutverk, nú er kominn viti í mitt virkid.

Vitavirkid

Húsin í gamla baenum er fjölbreytt og litskrúdug en tví midur mörg í algerri nidurnídslu og eru nú adsetur efnaminna fólks.

Horft yfir gamla borgarhluta

Í dag eru mikil hátídahöld í gamla baenum, thad er sjálfstaedisdagur Bahia - dagurinn sem portúgalar yfirgáfu héradid, 10 mánudum eftir ad teir yfirgáfu adra hluta Brasilíu.  Baerinn idar af lífi. Tónlistinn hljómar úr hverju horni, seidandi rythmar, framandi hljódfaeri. Skrúdganga med sambatakti. Ómótstaedilegt, ekkert haegt ad gera annad en dansa med.

Götumynd úr gamla baenum

 Sao Fransisco kirkjan er kannski ekki sú fraegasta en engin kirkja getur státad af meira gulli í skreytingum. Tad má efast um tad hvernig heilögum Frans af Assissi líkar thetta brudl í sínu nafni en tví verdur ekki á mőti maelt ad thetta er ein allra áhugaverdasta kirkja sem ég hef heimsótt. Í skreytingunum aegir saman fyrirmyndum úr mörgum trúarbrögdum. Kirkjuna skreytir mikill fjöldi engla sem naestum allir eiga thad sammerkt ad thad hefur verid brotid af theim tippid. Thraelarnir sem unnu vid ad gera skreytingarnar höfdu ekki hefdbundnar hugmyndir um útlit engla - og höfdu thá thví eins og menn, sem kom kirkjunnar mönnum í opna skjöldu og var tví farid ad koma theim í edlilegt englaform - adeins 3 englar slupu vid thessa limlestingu. Varalitada skrímslid sem kúrir í horninu á lika miklu meira skylt vid menningu indjánanna en thá kristnu og svo má lengi telja, enda Salvador höfudvígi Candomblé sem eru blanda af Kathőlsku og fornum trúarbrögdum afrikubúanna sem hingad voru fluttir í skipsförmum á öldum ádur. 86% íbúanna eru af afrískum uppruna.

gullkirkjan

Thó ad margt sé heillandi er samt 25% atvinnuleysi og grídarleg misskipting. Meir en helmingur borgarbúa býr vid töluverda fátaekt í sérkennilegum hverfum thar sem húsunum er hrúgad hverju ofan á annad. Tessi hverfi umlykja alla midborgina.

50% íbúa Salvador búa í hálfgerdum hreysummisskipting


Sársaukafullur letidagur á Praia de Sol

Frábaert föstudagskvöld eda hitt tá heldur. Taskan hans Tomma loksins komin, vafinn inn í thykkt plast. Vá! hugsa ég. Ósköp passa their vel upp á farangur sem lendir í villum. Klippi plastid af - full eftirvaentingar. "Aetli tad sé allt í töskunni sem thar á ad vera?" Taskan er gaudrifinn. vid opnum hana varlega. Fyrsta sem blasir vid er fíni naerbuxnapokinn hennar Lilju, vel taettur - fínu naríurnar sluppu tó allr nema tvaer sem bera thess merki ad hafa lent í tönnum faeribandsins. Allt í klessum súkkuladirúsinum og allt rennandi blautt. Nú vitum vid af hverju taskan var svo vel inn pökkud. Hú hefur lent í faeribandinu á Heathrow.  Kvöldid fer í ad tvo allt sem var í töskunni vid lítinn fögnud - hefdi miklu frekar viljad drekka öl úti á horni undir léttri brasilískri sveiflu.

Laugardagur í leti 

Sólin skín í heídi ( eins og naestum alltaf). Vid leggjum af stad nídur á strönd. Falleg sandströnd med pálmum og skerjagardi rétt undan landi sem brimar á. Í briminu leika sér surfarar en their minna aevintýragjörnu kíkja í strandpollana og skoda litskrúduga fiska sem bída naesta flóds.

Vid syndum í volgum sjónum, milli tess sem Lilja kaupir alls kyns gódgaeti af farandsölunum.

Nú tekur ad flaeda ad. "Passid ykkur á litlu marglyttunum" segir Lilja¨, "thaer koma inn med flódinu."  Tómas er ad gladur ad svamla vid hlidina á mér í einum af pollunum. Skyndilega rekur hann upp vein: Marglytta hefur vafid thraedi um hökuna á honum. Tommi veinar og veinar. Ég kem honum upp í fjöru og leid er komin brasilísk kona - "Var hann ad brenna sig á marglyttu? Thad er voda vont. Komid med mér, vid făum edik á veitingastadnum, thad virkar vel. "

Tómas er voda aumur, vid fáum edikid og til vidbótar er baett vid gulu krydddufti. Tommi lítur furdulega út. Liggur á handklaedinu sínu og graetur sáran "Af hverju kemur alltaf allt fyrir mig". Lilja segir okkur frá thví ad hún hafi lend í svo stőrri marglyttu ad trádurinn hafi vafist alveg um handlegginn og sá sem hjálpadi ad ná honum hafi hafi brennt sig á fingrunum. Thvílík skadraediskvikindi. Eftir hálftíma er Tommi loksins búinn ad jafna sig og til í ad koma ad stappa á marglyttum í hefndarskyni.

Nú er búid ad flaeda töluvert ad og Lilja fer ad leita ad surf kennaranum sínum. Sídasti surf tíminn. Thetta vil ég fest á filmu - og árangurinn bara nokkud gódur. 

 Surfarinn!!

Thratt fyrir ad aetla aldrei aftur ad synda í sjónum er Tómas kominn út í brimid og aetlar ekki ad nást upp úr - enda er thetta svo gaman

 bodysurf

Tegar vid komum heim er Paulo búinn ad grilla heilt fjalll af kjöti. Brassar eru ótrúlegar kjötaetur, thurfa ekki einu sinni medlaeti. Ég fae ad smakka brasiliskt vín í fyrsta sinn - alveg frábaert úr ranni Toniolo fjölskyldunnar (Móduraett Paolo). Ekki sídra en thau vín sem ég hef mest drukkid frá Argentínu og Chile.

Um kvöldid fer allt lidid í Bíó en vid Tommi horfum saman á mynd enda komid midnaetti.


Praia de Forte og Projecto Tamar

Praia de Forte

 Í kringum Salvador eru sumar af fegurstu ströndum heims. Snjóhvítar strendur med pálmatrjám og ylvolgum sjó. Í dag liggur leidin til Praia de Forte (Virkisstrandar). Paula yngsta dóttirin er á leid thangad med vinkonum sínum og taer mega gist eina nótt – vid fáum ad fljóta med og sleppum tví vid ad taka straetó thessa 50 km leid. Vida á ströndinni er verid ad reisa sumarhúsabaei – meira segja kominn einn slíkur alfarid í eign nordmanna í nágrenni Natal. Vid fáum baeklinga – thessi strandhús eru ansi dýr – kosta 5 milljónir, dýrt á maelikvarda brasilíubúa en hér er haegt ad láta hanna og smida fyrir sig stórt einbýlishús fyrir 10 milljónir.Christine og Paolo dreymir um ad eignast svona hús – Gód hugmynd: “ Af hverju kaupid tid ekki svona hús hér og vid getum notad tad og passad fyrir ykkur thegar tid erud ekki í tví” segir Paolo med bros á vör. 

Tamar Skjaldbökuverkefnid

 

Í Praia de Forte er Tamar, verkefni til verndar saeskjaldbökum sem var komid á laggirnar 1983. Í heimshöfunum eru 7 tegundir af Saeskjaldbökum og 5 theirra verpa í Brasilíu. Skjaldbökur eru med elstu dýrum á Jördinni – taer voru komnar fram fyrir ad minnsta kosti  150 milljónum ára og lifdu med risaedlunum en lifdu af thegar thaer dóu út.

stór, staerri, staerstur

Thad var ekki fyrr en hvíti madurinn hóf landvinninga sína um vída veröld ad verulega fór ad halla undan hjá Saeskjaldbökunum og upp úr 1970 var ljóst ad taer voru í brádri útrýmingarhaettu. Í kjölfarid komu verndaradgerdir med verkefnum eins og Tamar sem ganga út á ad freada og vernda med thví ad gera fólk medvitad um haettuna sem thessum dýrum stafar af reknetum, veidum, en thó mest ágengi mannsins í varpsvaedi theirra sem eru einmitt á sandströndum hitabeltisins – Verst er thó ljósmengun en ungarnir leita í björtustu áttina thegar their skrída úr eggjunum – sem aetti ad vera sjórinn en er nú oftar en ekki ljós af mannavöldum sem bodar dauda fyrir litlu ungana.

skjaldbaka

Thad er grídarlega gaman ad skoda Tamar og kynnast vinnunni sem thar er unnin. Maeli med tví. Medal thess sem thar er hegt ad gera er ad koma vid ýmis sjávardýr, thar ă medal skötur – ótrúlega mjúkar, snerta saebjúgu og láta litla fiska narta í fingurgómana.

Ad klappa skötu

 Klősetthús er sjaldnast augnayndi en tví er ödruvísi farid í Tamar. Klósettin eru rosaflott! Tad er allt haegt ef viljinn er fyrir hendi!

flottustu klősettin

Ströndin í Praia de Forte

 Alveg eins og rőmantískri bíőmynd – Hvítur sandur og pálmatré, á víkinni vagga litskrúdugir litlir fiskibátar og hvít kirkjan blasir vid milli pálmanna sem blakta í andvaranum. Sjórinn er yndislega volgur. Tómas fer strax ad svamla og leikur sér med gamla kókoshnetu. Ég fer í bikiní og er viss um ad thad sést á gerfitunglamyndum  ég er sjálflysandi hvít innan um alla brúnu brassana. Eydum 2 tímum á ströndinni med sólvörn númer 50!!!Praia de Forte

Setjumst svo á einn af mörgum veitingastödum vid fjörubordid og pöntum Mocheca sem er fiskréttur med fiski og raekjum eldadur í gulleitri sósu – Alveg rétt hjá Lilju – thetta er afskaplega gott, en enn og aftur kemur á ővart hversu sparir Brassar eru á krydd – engu ad sídur namm!.

makeke - alvöru matur

 Göngum um thorpid í svolitla stund – hér er víst gaman ad vera á kvöldin, mikid mannlíf en vid erum ekki med meiri pening og thar ad auki eru komin skilabod um ad Taskan hans Tomma sé komin í hús.!! Vid tökum straetó til baka – Thar sem Praia de Forte er endastöd fáum vid öll saeti sem er eins gott tví vagninn á eftir ad verda gersamlega yfirfullur svo út úr flaedir. 

Loksins á Tommi föt

 Taksan er komin en hún er öll rifinn og allt í henni rennandi blautt – nýju naerbuxurnar hennar Lilju sem vid keyptum heima eru í taetlum og blautar súkkuladirúsínur um allt – Kvöldid fer í ad thvo.    

Bahia; heimur andstaedna

Thvottadagur og heimsókn í splunku nýtt Moll

Eftir naeturrútuna erum vid nokkud slaeppt. Ég fae ad setja fötin hans Tómasar í thvott. Enn bőlar ekkert á töskunni hans.  Eftir hádegid förum vid inn í Salvador ad kaupa baekur. Besta bókabúdin er í nýja Mollinu sem gefur Smáralind ekkert eftir. Thetta er undarleg upplifun. Daginn ádur erum vid ad feradst í gegnum sárafáteak baendathorpin í Bahía thar sem er hvorki rafmagn eda rennandi vatn og löng ganga fyrir börnin í skóla. Í dag erum vid í verslunarmidstöd á heimsmaelikvarda í glaesileika. Thar sem faest allt sem hugurinn girnist. Munurinn er eins og á Íslandi og fátaekustu löndum Afríku. Nema ad thetta er innan Brasilíu. Í raun tharf ekki ad fara nema yfir hradbrautina í Salvador til ad finna sárafátaekt rétt undir mollveggnum. Munurinn á ríkum og fátaekum er grídarlegur og fer víst vaxandi.Lína, húshjálpin hér faer sama kaup og Edna, húshjálpin heima hjá Lilju í Uba, lágmarkslaun, 350 reais eda um 10.000 krónur á mánudi og af thví sjá thaer bádar fyrir sjálfum sér og nokkrum börnum. Ekki furda ad Lula skuli hafa verid endurkjörinn forseti – hann kemur úr thessum hópi stórs meirihluta íbúa í Brasilíu. Paolo er komin heimPaolo er madur Christine, verkfreadingur sem vinnur vid ad gera gaedaúttektir hjá PetroBras, brasilíska ríkisolíufélaginu. Paolo er sjaldan heima. Nú kemur hann heim í fyrsta sinn í 6 vikur og er bara yfir helgina. Fjölskyldan aetlar út ad borda og okkur er bodid med. Stadurinn hefur verid valinn med tilliti til Tómasar – Pizzastadur med stóru leiksvaedi fyrir börn. Thetta segir allt sem segja tharf um gestrisni og hugulsemi thessa főlks. Eigum med theim yndislega stund. 

Údafoss eda Cachueira da Fumaca

Thrír dagar í Chapada Diamantina er greinilega ekki nóg. Vika hefdi verid naer lagi. Hér er svo margt áhugavert ad sjá. Vid veltum tví fyrir okkur hvort vid eigum ad vera enn einn dag og erum líka ítrekad spurd. Bodin ókeypis leidsögn fyrir aukadag og bent á ad um helgina sé mikil hátíd sem vid hefdum gaman af ad taka tátt í. Lilja er alltaf ad fá hrós fyrir portúgölskuna og tad kemur mér mest á óvart hversu langt menntaskólaspaenskan mín dugar ásamt mínu hrafli af frönsku.

Haesti fossinn í Bahia

 Í dag aetlum vid ad skoda Údafoss eda Cachueira da Fumaca. Thessi foss er 380 metra hár í beinu falli. Og ljúka deginum á fossasturtu í naestu á. Í hópnum okkar í dag er sama főlk og í gaer. Tveir ungir menn og eitt par frá Sao Paulo, en auk thess Kaylee ăstralskur lögfreadingur sem er ad ferdast um Sudur-Ameríku, búin ad vera hér í 4 mánudi og talar fína portúgölsku. 

Palmeiras - námabaer

 

 Vid keyrum 60 kílómetra til Palmeiras. Gaedinn okkar í dag heitir Bira, gamall námuverkamadur og er velfródur og fínn karl. Hann útskýrir hvers vegna thad er svona miklir thungaflutningar eftir veginum (med eina akgrein í hvora átt). Thessi vegur er adalvegurinn milli nordur og sudur Brasilíu. Mér verdur óneitanlega hugsad til umraedna um samgöngur heima á Fróni. Loks kemur skilti sem bendir okkur til Palmeiras, gamals námabaejar med nokkur thúsund íbúa. Leidin liggur um  dali og hryggi, aevafornar fellingar sem eru vel sýnilegar í fjallshlídunum og uppúr standa Mesas – skemmtilega vedrud fjöll, öll jafnhá, leifar gamallar rofsléttu (eins og á Vestfjördum). Hér finnst mikid af demöntum, idnadarsteinar og í skart (adallega í skart) í fornu strandseti.Baerinn er ósköp saetur med sínu litríku lágu húsum og enn hanga skrautbordar yfir göturnar, leifar af San Jőao hátídinni sídustu helgi en Jónsmessa er víst naest mesta hátidin hér í Bahia, naest á eftir Karnival. Vída hanga líka brúdur til skraust á hlidum, gerdar úr stráum, vaentanlega til ad faela frá illa anda – Trúarbrögdin hér eru skemmtileg blanda af Katholsku og einhverjum trúarbrögdum frá Vestur-Afríku med smá Guaraní indíánaívafi.Í Palmeiras líkur malbikada veginum og vid tekur raudur holóttur vegur. Hér er öll jörd raud af lateríti – grídarlega járnríkri mold! (raudu millilögin) 

raud jord

Á leid ad Údafossi

 

Eftir skamma stund erum vid komin í thorpid thadan sem gangan hefst. Sex kílómetrar hvora leid. Leidin vindur sig í krákustíg upp bratta brekku, 300 metra haekkunin tekin út strax. Furdulegt ad ganga á thessu 2500 milljón ára bergi sem svo augsýnilega voru eitt sinn á sjávarströnd. Völuberg med vel rúnnadum völum, sandsteinn thar sem sandöldurnar eru vel sýnilegar og leirsteinn med 6-hyrndum thurrksprungum. Hér vaxa meira en 100 tegundir af orkideum og ýmis konar jurtum af brómelíuaett. Thad er ekki margt ad blómstra núna um midjan thurrkatímann. Verdum ad koma aftur í September thegar thegar fjallshlídin verdur fagurblá, óskaplega fallegt segir gaedinn.  Komum upp á hásléttuna í um 1380 metra haed. Thar sem er vatn er gróskumikill gródur annars ferkar kyrkingslegt. Vid spyrjum um dýr, hér eru víst svört beltisdýr, flest lítil á staerd vid broddgölt, önnur staerri. Vid sjáum engin. Hér er líka jagúar – vid sjáum hann ekki og erum feginn. Jagúar sem býr hér hlýtur ad Vera svangur nema hann lifi á smáedlum og fuglum, thad er nóg af theim. Eftir nokkud langa göngu komin vid fram á brúnina thar sem Údafoss steypist fram af. 

Fljúgandi hengiflug

Údafoss er í lítilli á sem steypist fram af miklu hengiflugi í einni bunu. Á leidinni nidur breytist meirihlutinn af vatninu í fínan úda sem rýkur undan vindi : Fumaca,  reykur.

P6282843

Til ad sjá fossinn tharf ad leggjast fram á fremstu brún og best er ad leggjast fram á nibbu sem stendur um metra út úr bjargbrúninni. Madur mjakast á maganum fram á og teygir fram álkuna til ad reyna ad sjá nidur.

Tharna lengst nidri er tjörn sem fossinn fellur í og vid hana einhverjar smáverur, fólkid sem hefur gengid ad fossinum nedan frá en thad er 3ja daga ganga.

Kaylee kíkir fram afhorft fram af

Vid fossinn er sölumadur med heimagert braud – pastel med graenmetisfyllingu, algert lostaeti og vid ferdafélagarnir kaupum allt af honum. Á leidinni til baka hittir Lilja skólafélaga sína, fagnadarfundir, thad er nefnilega komid midsvetrarfrí og enginn skóli í 2 vikur. Á nidurleid sitja nokkur börn og eru ad selja steina.Vid kaupum einn lítinn fyrir góda vidleitni. 

Fossasturtan

Eftir langa göngu í sól og hita er gott ad fá sér sturtubad í naestu á. Tar sem Lilja hittir enn fleiri skólafélaga. Og vid steypum okkur í hressandi ánna.

sturtufoss

Sídasta kvöldid í Lencois

Lilja vill endilega ad ég smakki Carne do Sol- sólthurrkad nautakjöt (eins konar kjöt saltfiskur) og vid ákvedum ad gera thad. Á hótelinu fáum vid ad skipta um föt og rekumst thá á belgíska stelpu sem hefur líka verid skipitnemi í ár med pabba sínum. Vid ákvedum ad borda saman. Thau eru líka ad fara ad taka naeturrútuna til Salvador. Vid foreldrarnir raedum um hvernig thad sé ad hitta börnin sín aftur eftir svona langan tíma, naestum heilt ár. Vid erum sammála um ad merkilegast sé ad heyra thau tala af svona mikilli fimi ă framandi tungumáli sem madur sjálfur skilur eiginlega ekkert í. Sőlarkjötid reynist lungamjúkt – meyrt og brádnar á tungunni.Eftir matinn röltum vid um, kvedjum fólk og fáum okkur einn drykk á besta barnum í baenum med Diego og Gabriel, ungu mönnuunum frá Sao Paulo. Marcello baetist í hőpinn og fíflast um stund med Tómasi. Brátt er klukkan 23, vid saekjum farangurinn og komum okkur á rútustödina. Í rútunni höllum vid aftur stólunum og reynum ad hreidra um okkur fyrir nóttina. Vid komum til Salvador klukkan 5.30 ad morgni. 

tunglid


Snorklad med skjaldbökum og ledurblökum

Dagurinn, 27. júní, hefst snemma. Vakna med smá hardsperrur eftir aevintýri gaerdagsins í Ribeirăo do Meio. Morgundverdurinn er girnilegur. Alls kyns framandi ávextir og safar. Steiktir bananar og kökur. Allt sem hugurinn girnist. Vid bordum vel enda langur dagur framundan, dagsferd um helstu stadina. Leggjum í  snemma, klukkan 8. http://www.ciaecoturismo.com.br/destinos/conteudo.asp?destino=29&menu=atracoes&idioma=pt&type=1

Fossar og flúdir

Fyrsta stoppid er vid fallega á, Rio Mucugezinho (Poço do Diabo), med sama undarlega taera brúna litnum. Leidsögumadurinn hefst handa vid brúarsmíd en miklar rigningar dagana á undan hafa tekid af brúnna. Árnar eru tví óvenju vatnsmiklar midad vid árstíma. Hér eru skemmtilegar bergmyndanir og fagurlega lagadir kvartskristallar sindra í sólinni. Flottur foss og stór hylur sem endar tar sem áin steypist nidur um mjóa sprungu. margir litlir fossar falla nidur í ánna milli plálma og framandi jurta. Krakkarnir demba sér i bad í hylnun ofurhetjurnar.Tómas á brúnniÍ kólavatnivid río

Beint úr villta vestrinu

Naesta stopp er vid ótrúlega fallegt fjall - eda í raun klett Morro do Pai Inácio: sem útleggst Daudi Ignacios. Sagan segir frá thraelnum Ignacio sem vard ástfanginn af eiginkonu eiganda síns. Ástin var gagnkvaem og skötuhjúin ákvádu ad flýja saman. Theim var veitt eftirför af hausaveidurum. Ignacio ákvad ad afvegaleida thá og klifaradi upp á fjallid. Hinir eltu. Thegar upp var komid stökk Ignacio fram af kelttinum med sólhlíf sinnar heittelskudu og lfidi af!!!(Í reynd st6okk hann víst bara fram af nidur á smá stall og faldi sig thar fyrir eftirleitarmönnunum en hin útgáfan er betri. Minnir pínulítid á söguna ömmu Broddgelti í Dýrunum í Hálsaskógi.   Efst á Fjallinu er kross.

Daudi IgnacioTommi og Lilja á Toppnum

Svamlad med skjaldböku í dimmum, dimmum helli

Eitt af einkennum Chapada er grídarlega vídfemt hellakerfi, en milljónum ára hefur vatn, nedanjardarár grafid sér leid um marmarann og gömlu myndbreyttu setlögin. Vid heimsaekjum slíka hella. Fyrst litla silfurhellinn Gruta da Pratinha en hann er upphafid á margar kílómetra l¨ngu hellakerfi. Vid leigjum okkur snorklgraejur og vasaljós og leggjum af stad med leidsögumanni inn í blátaert vatnid med silfurveggjum og syndum med fiskunum. Hellirinn virdist enda en skyndilega opnast í botninum mjó sprunga sem vid getum trodid okkur í gegnum eitt í einu. Handan hennar opnast risastór klettasalur. Dýpid er um 14 metrar. Vid hlidina á okkur syndir Skjaldbaka en yfir sveima ledurblökur, vid heyrum tístid og sjáum thaer skjótast í ljósgeislanum. Lengra komumst vid ekki án tess ad kafa - tad eru 80 metrar í naesta helli og tangad liggja göng sem eru á nokkra metra dýpi. Vid snúum vid út í sólina. Enn eitt aevintýrid.

Silfurhellirinn

 Blái hellirinn og risafroskarnir

Naest göngum vid smá spöl - í blá hellinn - vid erum dálitid sein til ad ná bestur birtunni - en sólin skín bara inn í rúman klukkutíma á dag og thá er hann víst hinmeskur á litinn. Vid komum í leifarnar. Thetta er alveg baett upp af tveimur risafroskum sem sitja í makindum á steini. Tómas er yfir sig hrifin en gömul kona vara vid - Thessir feitu froskar hafa varnaradferd - their spýta "mjólk" sem er víst allt annad en gedsleg.

Vatnid er alveg taert. svo taert ad ég stíg ofan í tad - flýti mér uppúr og ákved ad stökkva á stein adeins innar til ad ná betri mynd - sá steinn reyndist vera á 15 cm dýpi og nú er ég blaut í báda faetur en innfaeddir veltast um af hlátri yfir tessum vitlausa útlending.

feitur hellafroskur

Lapa doce eda Lafandi sykur

Vid keyrum af stad. Vegurinn er skelfilegur raudur moldarslódi. Tad er tví áfall ad sjá skyndilega flott vegaskilti og átta sig á tví ad thetta er hefdbundinn hreppsvegur hér. Hér er mikil fátaekt medal baenda. Flestir búa í litlum húsum gerdum úr thurrkudum leirsteinum. Ekkert rafmagn né rennandi vatn, eldad fyrir utan yfir opnum eldi. Thetta er eins og hverfa allt í einu 100 ár aftur í tímann.

Vid komum til Lapa Doce, sem er risastór hellir, forn nedanjardarárfarvegur en áin rennur nú um nýjan farveg enn nedar. Fallegar dropasteinsmyndanir -Thegar vid komum upp úr er ordid dimmt og nú liggur leidin heim á leid.

Hellarannsóknir

 Kvöld í Lencois

Eftir hina bránaudsynlegu sturtu höldum vid nidur í bae ad borda. Fáum frábaera sér tjónustu - Marcello sér um tad - Tómas er ordinn fraegur í baenum-eydum köldinum med heimamönnum á uppáhaldsveitingastadnum theirra. Loks heim í háttinn.

ůt ad borda

 


Alvöru vatnsrennibraut og gat á buxnarassi

Í Chapada eru margar áhugaverdar gönguleidir sem virdast flestar eiga tad sameiginlegt ad enda í fossi eda ad minnsta kosti hyl tar sem haegt er ad bada sig. Vid förum í eina slíka. Leidsögumadurinn okkar er 19 ára strákur úr baenum, Marcello. Skemmtilegur og ágaetlega fródur strákur sem Tómasi fellur strax vel vid.

Vid göngum nokkra kílómetra eftir stíg í gegnum skóg. Milli trjánna skjőtast smáapar- alvöru apar, ekki í búri ! Tómas er yfir sig hrifinn og reynir ad taka af theim myndir.

macacinho

Uppi í trjánnum eru stórar kúlur. HVad er thetta eiginlega - vid vedjum ă hreidur en Marcello fer bara ad hlaeja ad tessum vitlausu mörlöndum- Vitum vid ekki ad tetta eru termítabú - meira segja haegt ad sjá leidina theirra eftir trjábolnum upp - dökk uppbyggd gata eftir trilljőnir af maurafótum.

Kőkakólaárnar

Vid erum komin á áfangastad. Ekki eigum vid ad synda í tessu?  Vatnid er ă litinn eins og Kókakőla. Thetta hlýtur ad vera grídarlega mengad og öll frodan. Enn hlaer gaedinn okkar. Tad er svona mikid jărn í vatninu og frodan er bara smá thörungar. Allar árnar í Chapada eru svona. Ádur voru unnir demantar og gull hér um slódir med hefdbundinni námavinnslu en vegna tess hvad skógurinn vard fyrir miklum skemmdum hefur tad verid  bannad og nú má adeins leita ad ddemöntum í ársetinu med spada og sigti! Mikid má ríka landid í nordri laera af tessum fataeka héradi um virdingu fyrir náttúrunni!

ad synda

Alvöru vatnsrennibraut

Í ánni er fallegur slaedufoss. Nú skulum vid fara ad renna okkur segir Marcello. Nidur thetta - ónei - hugsa ég, stórhaettulegt!  En vid föum nú samt í sundfötin. Fyrr en varir eru krakkarnir komin ofan í kők brúna ánna og farin ad svamla í áttina ad fossinum. Komin yfir og uppúr. Klifra upp med fossinum - hátt. Fikra sig út í strauminn, setjast og thjóta nidur. Fyrst Marcello, svo Tommi og loks Lilja. Ég get ekki verid minni manneskja og elti! Nibburnar naga í rasskinnarnar, enginn thaegindi eins og í sundlaugabraut en samt er thetta frábaer skemmtun - eiginlega miklu betra. Á fljúgandi ferd í sundfötum nidur Kólafossinn. natturuleg rennibraut

Vid leikum okkur nokkrar ferdir en allt tekur enda um sídir og mykrid skellur hratt á hér sudur undir midbaug. Verdum ad drífaokkur tví sőlinn dettur á aegiferd nidur fyrir sjőndeildarhringinn og á korteri er ordid dimmt.

Tommi, Marcello og Lilja

Kvöldmatur á midri götu

Röltum nidur í baeinn, setjumst nidur á huggulegum veitingastad  vid bord úti á midri götu. Gott ad tad er ekki mikil umferd í Lencois. Pöntum mat sem er daemigerdur fyrir héradid. Kjöt í hvítri sósu og steikta rót sem minnir á kartöflu, med osti og  bakoni. Eftir matinn göngum vid nidur á torgid en tadan berst trumbusláttur. Tad er verid ad sýna Capueira - brasilíska bardagaitrótt sem er blanda af dansi og karate, alla vega fyrir thá sem ekki hafa meira vit. Nú veit ég hvert Breakdans hlýtur ad hafa sótt fyrirmyndina. Svo heim ad sofa eftir langan og vidburdaríkann dag.

 


Á leid til Chapada Diamantina

Annar dagurinn í Brasilíu byrjadi snemma. Klukkan hálf sex erum vid sótt til ad fara um 40 mínútna leid á rútustödina í Salvador tar sem vid tökum rútuna til Lencois í Chapada Dimantina. Tetta er 7 klukkustundaferd í rútu um sveitir Bahía. Rútan er flott - allir fá númerad saeti og bedid er um skilríki til ad bera saman vid midann. Vid erum med ljósrit af vegabréfunum okkar nema Lilja, hún gleymdi sínu og thá kemur sér vel ad vera med mömmu sinni!!

Af stad!

Vid ökum út úr midborg Salvador, en tar búa um 3 milljónir manna (Tífaldur íbúafjöldi Íslands). Hér er thétt blokkabyggd en ólíkt heima eru thessar blokkir oft afar áhugaverdar - verulega metnadarfull hönnun og ljóst ad haegt er ad teikna háhýsi sem vekja baedi eftirtekt og addáun. Aetla ad ná nokkrum myndum af teim á mánudag. Tegar ekid er út úr borginni blasa vid sérkennileg hverfi hinna fátaekari og tad er nóg af teim.

Loks erum vid komin á tjódveginn. Malbikid er holótt og akgreinar adeins tvaer, ein í hvora átt!!! Samt er tetta einn helsti tjódvegur Brasilíu sem tengir saman nordur og sudur. Flatlendid teygir sig í allar áttir. Thrátt fyrir ad nú sé regntími á ströndinni er flest sölnad tví svo undarlegt sem tad kann ad virdast er tetta thurrkatími inni í landinu. Tómas er yfir sig hrifinn af bananapálmunum "má madur bara týna tá beint og borda?" . Og kókoshnetupálmar, á naesta stoppi kaupum vid tvaer kókóshnetur med gati og röri til ad sjúga upp mjólkina - eftir eftirvaentinguna er Tőmas ekki ýkja hrifinn, er tetta allt saman? Ojj bjakk - eins gott ad hann býr ekki á eydieyju.

 Vid sjáum mikid af ránfuglum sem sveima hátt yfir sléttunni. Fátaekir baendur ad herfa landid fyrir naestu plöntun. Virdist ósköp ófrjótt land. Mikid af maís. Thá eru stórir baunaakrar, mest sojabaunir sem eiga eftir ad breytast í sojamjólk sem er jafnvel flutt heim til Íslands. Baunir og bananar!.

Rútan nemur bara stadar thrisvar á leidinni. Eftir 4 tíma ferd er stoppad í hádegismat. Vid kaupum okkur pastel, steikt braud med kjötfyllingu og ferskan appelsínusafa . Vid erum ad nálgast Chapada tví vid veitingastadinn er lítil verslun sem selur fallega steina aettada thadan.

Rútuferd med augum jardfraedingsins

Nú fer ad bregda fyrir landslagi. Í fjarska eru fjöllin í Chapada. Vegurinn vindur sig upp í móti og nú taka vid af sléttunni skógivaxnar haedir og dalir med fossandi ám. Eftir tví sem vid nálgumst Lencois meira fer landslagid ad minna örlítid á Dólómítana i Sudur Týról. Vid ökum um land sem fyrir őtrúlega mörgum milljónum ára var hafsbotn vid jadar meginlands sem samanstód af Afríku og Sudur-Ameríku en kýttist svo saman í grídarlegar fellingar fyrir aevalöngu sidan. Vid tessar hamfarir hefur allt bergid myndbreyst og eldvirknin sem fylgdi vard tess valdandi ad hér finnst baedi gull og grídarleg audlegd í ýmiskonar edalsteinum. Upp í jardlögin hafa svo spýst innskot af miklu dýpi og teim fylgja demantar. Gullid og demantarnir voru uppgötvadir um midja 19. öld og tví finnast hér í Chapada nokkrir heillandi gamlir námabaeir frá tessum tíma. http://www.unb.br/ig/sigep/sitio085/sitio085english.htm 

http://www.unb.br/ig/sigep/sitio072/sitio072english.htm

Lencois - undurfagur gamall námabaer!

Loksins erum vid á leidarenda - komin til Lencois. Gullfallegur baer med 4.500 íbúa. Elsti hlutinn byggdur um midja 19. öld, glaesileg markadsbygging vid torgid og fagurlega skreytt hús landsstjórans vekja strax athygli. Lítil og litskrúdugt hús vid steinilagdar götur. Litlir veitingastadir og mikid mannlíf enda virdast íbúarnir vita fátt leidinlegra en ad vera innivid tegar haegt er ad sitja á gangstéttinni fyrir utan eda bara í dyragaettinni og vera virkur tátttakandi í öllu sem ber fyrir augu. http://www.guialencois.com/

Vid gistum á eina hőtelinu- Hótel Lencois og tar er enginn svikinn. Glaesilegt hőtel sem eitt sinn var Fazenda, gamalt stórbýli. Herbergid okkar er í teim hluta sem eitt sinn var hesthús. Vid höfum fengid pláss á bás. 

Fyrsti kólibrífuglinn

Umhverfis hótelid er vel hirtur gardur med sundlaug! en miklu áhugaverdari er tad sem sveimar milli blómanna. Litur út eins og feit býfluga en reynast vera örsmáir  Kólibrífuglar. Ég reyni ad ná mynd tegar einn teirra skýst rétt hjá. Gljándi graenn og fagurblár stadnaemist hann í loftinu og stingur sínum örsmáa goggi inni í blómin til ad ná í sykurvatnid. Alveg eins og mig hafdi dreymt um ad sjá! Svo örsmár ad ég fer óneitanlega ad velta fyrir mér staerdinni, eda réttara sagt smaedinni á eggjunum! Kólibrí merkir sud! og á vid sudid sem heyrist frá vaengjaslaettinum! Tetta eru sannkalladari meistarar flugsins og beita vaengjunum ekki ósvipad og thyrluspada http://www.colibri.se/company/com-humm.html

Nú reynir á nýju myndavélina! Í baeklingnum er mynd af kólibrífugli! Úpps hefdi betur lesid handbókina betur - tegar ég er búin ad finna út úr tví hvernig stillingin verdur ad vera til ad smáfuglinn, varla staerri en nöglin á tumalputta - festist á filmu med svo ótrúlega hrödum vaengjaslaetti.  Jaeja - sé tá vonandi aftur en ef smellt er á tennan tengil má sjá mynd eins og aetlunin var ad ná en reyndust bara sýna blóm og ógreinilega klessu. http://www.avesfoto.com.br/ingles/show_bird.asp?Id=644

 

 

 

 


« Fyrri síđa

Höfundur

Ásta
Ásta
náttúruunnandi og útivistarkona. Með áhuga á flestu sem finnst undir sólinni. Sér sig nú knúna til að blogga um stjórnmál og þjóðfélagsástandið
Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband