Leita í fréttum mbl.is

Údafoss eda Cachueira da Fumaca

Thrír dagar í Chapada Diamantina er greinilega ekki nóg. Vika hefdi verid naer lagi. Hér er svo margt áhugavert ad sjá. Vid veltum tví fyrir okkur hvort vid eigum ad vera enn einn dag og erum líka ítrekad spurd. Bodin ókeypis leidsögn fyrir aukadag og bent á ad um helgina sé mikil hátíd sem vid hefdum gaman af ad taka tátt í. Lilja er alltaf ad fá hrós fyrir portúgölskuna og tad kemur mér mest á óvart hversu langt menntaskólaspaenskan mín dugar ásamt mínu hrafli af frönsku.

Haesti fossinn í Bahia

 Í dag aetlum vid ad skoda Údafoss eda Cachueira da Fumaca. Thessi foss er 380 metra hár í beinu falli. Og ljúka deginum á fossasturtu í naestu á. Í hópnum okkar í dag er sama főlk og í gaer. Tveir ungir menn og eitt par frá Sao Paulo, en auk thess Kaylee ăstralskur lögfreadingur sem er ad ferdast um Sudur-Ameríku, búin ad vera hér í 4 mánudi og talar fína portúgölsku. 

Palmeiras - námabaer

 

 Vid keyrum 60 kílómetra til Palmeiras. Gaedinn okkar í dag heitir Bira, gamall námuverkamadur og er velfródur og fínn karl. Hann útskýrir hvers vegna thad er svona miklir thungaflutningar eftir veginum (med eina akgrein í hvora átt). Thessi vegur er adalvegurinn milli nordur og sudur Brasilíu. Mér verdur óneitanlega hugsad til umraedna um samgöngur heima á Fróni. Loks kemur skilti sem bendir okkur til Palmeiras, gamals námabaejar med nokkur thúsund íbúa. Leidin liggur um  dali og hryggi, aevafornar fellingar sem eru vel sýnilegar í fjallshlídunum og uppúr standa Mesas – skemmtilega vedrud fjöll, öll jafnhá, leifar gamallar rofsléttu (eins og á Vestfjördum). Hér finnst mikid af demöntum, idnadarsteinar og í skart (adallega í skart) í fornu strandseti.Baerinn er ósköp saetur med sínu litríku lágu húsum og enn hanga skrautbordar yfir göturnar, leifar af San Jőao hátídinni sídustu helgi en Jónsmessa er víst naest mesta hátidin hér í Bahia, naest á eftir Karnival. Vída hanga líka brúdur til skraust á hlidum, gerdar úr stráum, vaentanlega til ad faela frá illa anda – Trúarbrögdin hér eru skemmtileg blanda af Katholsku og einhverjum trúarbrögdum frá Vestur-Afríku med smá Guaraní indíánaívafi.Í Palmeiras líkur malbikada veginum og vid tekur raudur holóttur vegur. Hér er öll jörd raud af lateríti – grídarlega járnríkri mold! (raudu millilögin) 

raud jord

Á leid ad Údafossi

 

Eftir skamma stund erum vid komin í thorpid thadan sem gangan hefst. Sex kílómetrar hvora leid. Leidin vindur sig í krákustíg upp bratta brekku, 300 metra haekkunin tekin út strax. Furdulegt ad ganga á thessu 2500 milljón ára bergi sem svo augsýnilega voru eitt sinn á sjávarströnd. Völuberg med vel rúnnadum völum, sandsteinn thar sem sandöldurnar eru vel sýnilegar og leirsteinn med 6-hyrndum thurrksprungum. Hér vaxa meira en 100 tegundir af orkideum og ýmis konar jurtum af brómelíuaett. Thad er ekki margt ad blómstra núna um midjan thurrkatímann. Verdum ad koma aftur í September thegar thegar fjallshlídin verdur fagurblá, óskaplega fallegt segir gaedinn.  Komum upp á hásléttuna í um 1380 metra haed. Thar sem er vatn er gróskumikill gródur annars ferkar kyrkingslegt. Vid spyrjum um dýr, hér eru víst svört beltisdýr, flest lítil á staerd vid broddgölt, önnur staerri. Vid sjáum engin. Hér er líka jagúar – vid sjáum hann ekki og erum feginn. Jagúar sem býr hér hlýtur ad Vera svangur nema hann lifi á smáedlum og fuglum, thad er nóg af theim. Eftir nokkud langa göngu komin vid fram á brúnina thar sem Údafoss steypist fram af. 

Fljúgandi hengiflug

Údafoss er í lítilli á sem steypist fram af miklu hengiflugi í einni bunu. Á leidinni nidur breytist meirihlutinn af vatninu í fínan úda sem rýkur undan vindi : Fumaca,  reykur.

P6282843

Til ad sjá fossinn tharf ad leggjast fram á fremstu brún og best er ad leggjast fram á nibbu sem stendur um metra út úr bjargbrúninni. Madur mjakast á maganum fram á og teygir fram álkuna til ad reyna ad sjá nidur.

Tharna lengst nidri er tjörn sem fossinn fellur í og vid hana einhverjar smáverur, fólkid sem hefur gengid ad fossinum nedan frá en thad er 3ja daga ganga.

Kaylee kíkir fram afhorft fram af

Vid fossinn er sölumadur med heimagert braud – pastel med graenmetisfyllingu, algert lostaeti og vid ferdafélagarnir kaupum allt af honum. Á leidinni til baka hittir Lilja skólafélaga sína, fagnadarfundir, thad er nefnilega komid midsvetrarfrí og enginn skóli í 2 vikur. Á nidurleid sitja nokkur börn og eru ad selja steina.Vid kaupum einn lítinn fyrir góda vidleitni. 

Fossasturtan

Eftir langa göngu í sól og hita er gott ad fá sér sturtubad í naestu á. Tar sem Lilja hittir enn fleiri skólafélaga. Og vid steypum okkur í hressandi ánna.

sturtufoss

Sídasta kvöldid í Lencois

Lilja vill endilega ad ég smakki Carne do Sol- sólthurrkad nautakjöt (eins konar kjöt saltfiskur) og vid ákvedum ad gera thad. Á hótelinu fáum vid ad skipta um föt og rekumst thá á belgíska stelpu sem hefur líka verid skipitnemi í ár med pabba sínum. Vid ákvedum ad borda saman. Thau eru líka ad fara ad taka naeturrútuna til Salvador. Vid foreldrarnir raedum um hvernig thad sé ad hitta börnin sín aftur eftir svona langan tíma, naestum heilt ár. Vid erum sammála um ad merkilegast sé ad heyra thau tala af svona mikilli fimi ă framandi tungumáli sem madur sjálfur skilur eiginlega ekkert í. Sőlarkjötid reynist lungamjúkt – meyrt og brádnar á tungunni.Eftir matinn röltum vid um, kvedjum fólk og fáum okkur einn drykk á besta barnum í baenum med Diego og Gabriel, ungu mönnuunum frá Sao Paulo. Marcello baetist í hőpinn og fíflast um stund med Tómasi. Brátt er klukkan 23, vid saekjum farangurinn og komum okkur á rútustödina. Í rútunni höllum vid aftur stólunum og reynum ad hreidra um okkur fyrir nóttina. Vid komum til Salvador klukkan 5.30 ad morgni. 

tunglid


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ásta
Ásta
náttúruunnandi og útivistarkona. Með áhuga á flestu sem finnst undir sólinni. Sér sig nú knúna til að blogga um stjórnmál og þjóðfélagsástandið
Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband