1.7.2007 | 01:11
Á leid til Chapada Diamantina
Annar dagurinn í Brasilíu byrjadi snemma. Klukkan hálf sex erum vid sótt til ad fara um 40 mínútna leid á rútustödina í Salvador tar sem vid tökum rútuna til Lencois í Chapada Dimantina. Tetta er 7 klukkustundaferd í rútu um sveitir Bahía. Rútan er flott - allir fá númerad saeti og bedid er um skilríki til ad bera saman vid midann. Vid erum med ljósrit af vegabréfunum okkar nema Lilja, hún gleymdi sínu og thá kemur sér vel ad vera med mömmu sinni!!
Af stad!
Vid ökum út úr midborg Salvador, en tar búa um 3 milljónir manna (Tífaldur íbúafjöldi Íslands). Hér er thétt blokkabyggd en ólíkt heima eru thessar blokkir oft afar áhugaverdar - verulega metnadarfull hönnun og ljóst ad haegt er ad teikna háhýsi sem vekja baedi eftirtekt og addáun. Aetla ad ná nokkrum myndum af teim á mánudag. Tegar ekid er út úr borginni blasa vid sérkennileg hverfi hinna fátaekari og tad er nóg af teim.
Loks erum vid komin á tjódveginn. Malbikid er holótt og akgreinar adeins tvaer, ein í hvora átt!!! Samt er tetta einn helsti tjódvegur Brasilíu sem tengir saman nordur og sudur. Flatlendid teygir sig í allar áttir. Thrátt fyrir ad nú sé regntími á ströndinni er flest sölnad tví svo undarlegt sem tad kann ad virdast er tetta thurrkatími inni í landinu. Tómas er yfir sig hrifinn af bananapálmunum "má madur bara týna tá beint og borda?" . Og kókoshnetupálmar, á naesta stoppi kaupum vid tvaer kókóshnetur med gati og röri til ad sjúga upp mjólkina - eftir eftirvaentinguna er Tőmas ekki ýkja hrifinn, er tetta allt saman? Ojj bjakk - eins gott ad hann býr ekki á eydieyju.
Vid sjáum mikid af ránfuglum sem sveima hátt yfir sléttunni. Fátaekir baendur ad herfa landid fyrir naestu plöntun. Virdist ósköp ófrjótt land. Mikid af maís. Thá eru stórir baunaakrar, mest sojabaunir sem eiga eftir ad breytast í sojamjólk sem er jafnvel flutt heim til Íslands. Baunir og bananar!.
Rútan nemur bara stadar thrisvar á leidinni. Eftir 4 tíma ferd er stoppad í hádegismat. Vid kaupum okkur pastel, steikt braud med kjötfyllingu og ferskan appelsínusafa . Vid erum ad nálgast Chapada tví vid veitingastadinn er lítil verslun sem selur fallega steina aettada thadan.
Rútuferd med augum jardfraedingsins
Nú fer ad bregda fyrir landslagi. Í fjarska eru fjöllin í Chapada. Vegurinn vindur sig upp í móti og nú taka vid af sléttunni skógivaxnar haedir og dalir med fossandi ám. Eftir tví sem vid nálgumst Lencois meira fer landslagid ad minna örlítid á Dólómítana i Sudur Týról. Vid ökum um land sem fyrir őtrúlega mörgum milljónum ára var hafsbotn vid jadar meginlands sem samanstód af Afríku og Sudur-Ameríku en kýttist svo saman í grídarlegar fellingar fyrir aevalöngu sidan. Vid tessar hamfarir hefur allt bergid myndbreyst og eldvirknin sem fylgdi vard tess valdandi ad hér finnst baedi gull og grídarleg audlegd í ýmiskonar edalsteinum. Upp í jardlögin hafa svo spýst innskot af miklu dýpi og teim fylgja demantar. Gullid og demantarnir voru uppgötvadir um midja 19. öld og tví finnast hér í Chapada nokkrir heillandi gamlir námabaeir frá tessum tíma. http://www.unb.br/ig/sigep/sitio085/sitio085english.htm
http://www.unb.br/ig/sigep/sitio072/sitio072english.htm
Lencois - undurfagur gamall námabaer!
Loksins erum vid á leidarenda - komin til Lencois. Gullfallegur baer med 4.500 íbúa. Elsti hlutinn byggdur um midja 19. öld, glaesileg markadsbygging vid torgid og fagurlega skreytt hús landsstjórans vekja strax athygli. Lítil og litskrúdugt hús vid steinilagdar götur. Litlir veitingastadir og mikid mannlíf enda virdast íbúarnir vita fátt leidinlegra en ad vera innivid tegar haegt er ad sitja á gangstéttinni fyrir utan eda bara í dyragaettinni og vera virkur tátttakandi í öllu sem ber fyrir augu. http://www.guialencois.com/
Vid gistum á eina hőtelinu- Hótel Lencois og tar er enginn svikinn. Glaesilegt hőtel sem eitt sinn var Fazenda, gamalt stórbýli. Herbergid okkar er í teim hluta sem eitt sinn var hesthús. Vid höfum fengid pláss á bás.
Fyrsti kólibrífuglinn
Umhverfis hótelid er vel hirtur gardur med sundlaug! en miklu áhugaverdari er tad sem sveimar milli blómanna. Litur út eins og feit býfluga en reynast vera örsmáir Kólibrífuglar. Ég reyni ad ná mynd tegar einn teirra skýst rétt hjá. Gljándi graenn og fagurblár stadnaemist hann í loftinu og stingur sínum örsmáa goggi inni í blómin til ad ná í sykurvatnid. Alveg eins og mig hafdi dreymt um ad sjá! Svo örsmár ad ég fer óneitanlega ad velta fyrir mér staerdinni, eda réttara sagt smaedinni á eggjunum! Kólibrí merkir sud! og á vid sudid sem heyrist frá vaengjaslaettinum! Tetta eru sannkalladari meistarar flugsins og beita vaengjunum ekki ósvipad og thyrluspada http://www.colibri.se/company/com-humm.html.
Nú reynir á nýju myndavélina! Í baeklingnum er mynd af kólibrífugli! Úpps hefdi betur lesid handbókina betur - tegar ég er búin ad finna út úr tví hvernig stillingin verdur ad vera til ad smáfuglinn, varla staerri en nöglin á tumalputta - festist á filmu med svo ótrúlega hrödum vaengjaslaetti. Jaeja - sé tá vonandi aftur en ef smellt er á tennan tengil má sjá mynd eins og aetlunin var ad ná en reyndust bara sýna blóm og ógreinilega klessu. http://www.avesfoto.com.br/ingles/show_bird.asp?Id=644
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.