30.6.2007 | 23:18
Undarleg upplifun á nádhúsi
Menningarsjokk eru fylgifiskur tess ad ferdast um fjarlaegar slódir. Eftir langt ferdalag erum vid komin heim til Christine hins yndislega svaedisfulltrúa AFS í Bahía fylki. Frábaer fjölskylda sem býdur gesti velkomna med hlýju brosi, enda hafa ófáir skiptinemar átt hauk í horni hjá tessu góda fólki.
Eitt tad fyrsta sem ég gerdi var ad skreppa á nádhúsid enda fátt betra en ad fá ad nota slíkt í heimahúsi eftir alla almenningsadstöduna. Loka dyrunum, enginn ad bída í röd fyrir utan. Setjast ì rólegheitum en skjótast jafnhratt af aftur tegar mjúk klósettsetan stundi vid. Hér eru klósettsetur gjarnan úr mjúkum svampi sem leggst saman og andvarpar tegar sest er á. Jafnvel á tímum heimsvaedingarinnar er ýmislegt nytt ad upplifa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.