14.4.2010 | 08:53
Hlaup úr Gígjökli
Samkvæmt fréttum er hafið hlaup úr Gígjökli, þ.e.a.s. griðarlega rennslisaukning í Lóninu sem skilar sér í Markarfljót. Fólk í Húsadal talar um vöxt í Krossá, er rétt er eru einnig vatnavextir í ám sem eru austar, þe. Steinsholtsá.
Lán í óláni að vaxandi gróðurhúsaáhrif hafa þynnt Eyjafjallajökul, ekki hvað síst í Toppgígnum, um tugi metra. Þetta hlaup verður því líkast til smátt í samanburði við hlaupið sem varð samfara eldgosi á svipuðum slóðum árið 1821. Ólíkt þá sem var eru nú varnargarðar sem varna því að vatnið hlaupi í Þverá og nú mun reyna á flóðvarnargarðana
En gott að fá aftur fréttir af öðru en Skýrslunni. Eldfjöllin standa sig í að byggja upp landið.
Vatnsborð hækkað um 1 metra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri óskandi að ríkisstjórnin gerði það sama, þ.e.a.s. byggja upp landið :)
Geir (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.