29.7.2007 | 14:20
Ad gista med Tarantúlum og fleiri furdukvikindum
Nokkra kílómetra frá Amazonat er Jane´s camp ( í höfudid á hinni einu, sönnu vinkonu Tarzans) Thar er opid hús med pálmalaufathaki thar sem haegt er ad gista ad injánskum sid í hamock eda hengirúmi. Vid viljum ad sjálfsögdu fá ad njóta theirra lífsgaeda ad sofa í hrúgu í midjunni á svodleidis.
Svarta vatnid
Eftir nokkura göngu erum vid komin ad pálmahýsinu. Thad stendfur í midjum skóginum vid lítinn svartvatnslaek - en svo kallast súra vatnid sem rennur um stórsvaedi AmaZon. Thad er á litinn eins og Kókakóla, afskaplega súrt, pH um 3,5 vegna jardvegssýranna sem plönturnar í skóginum og hröd rotnunin framleida. Thetta súra vatn er líka ástaeda thess ad malaría finnst varla í Amazon og vatnsborin óvaera er sjaldgaef. Vatnid er hins vegar vel drykkjarhaeft.
Regndans Tómasar
Vid vödum í laeknum og njótum thess ad skoda alls kyns furduleg kvikindi. í fjarska heyrist í thrumum, svo naer og naer uns ksyndilega er sem himnarnir opnist og almaettid sturti úr ofurfötunni sinni yfir okkur. Á augabragdi er allt gegnblautt - allir flýja undir pálmathakid utan einn- Tómas dansar trylltan regndans í hlýju steypiregninu. Svona á Regnskógur líka ad vera.
Tarantúlan í thakinu.
ég fer ad litast um - í einu horninu kúrir trjáfroskur med stórar sogskálar í stad táa og risaaugu, enda naeturdýr. En hve er tharna yst á pálmathakinu? Thar hefur leitad skjóls stór svört Tarantúla - ég tek myndir og sýni hinum sem eru ekki eins heilladir - enda hafa their ekki verid í Cristalíno og thar sem Alfredo hafdi sagt okkur frá thessum kvikindum af virdingu. Stadreyndin er einföld. Tarantúlur éta ekki fólk og bíta bara í vörn og bitid er ekki banvaent.
Thad styttir upp og sólin skín á ný. Allir gleyma tarantúlunni og halda heim í kvöldmat.
Hengirúmin
Vid leggjum af stad med vasaljós í myrkrinu og hengirúm yfir öxlina (vid 3, einn 13 ára strákur og hollensk systkini). Thegar komid er í Pálmahúsid ehengjum vid rúmin upp - og thegar vid erum búin ad thví lýsir ramskur vinur Tomma up í rjáfrid. VIti menn thar er Svarta tarantúlan og starir á móti - enda ekki thaegilegt ad láta lýsa á sig med vasaljosi. Hún stekkur skyndilega nidur og lendir á handleggnum á stráknum sem bregdur ógurlega og svo er hun horfinn. Drengurinn burstar af sér nokkur stutt svört hár sem duttu af Töru.
EN hvar er hún? Lent á lakinu mínu! -= allavega er thad lakid mitt eftir ad Tara hefur setid á thví. "VIijidi haetta vid" spyr leidsögumadurinn? Hollensku systkinin eru í vafa en vid erum ákvedin - audvitad gistum vid hér!!!
Galdurin vid ad sofa í hengirúmi er ad liggja eins thvert og mögulegt er!
Vid sofum eins og ljós, laus vid frekari heimsóknir og vöknum í birtingu thegar midbaugssólin vermir upp umhverfid!
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2007 | 00:23
Amazon- ödru sinni
Manaus - í midjum regnskőginum
Flestum ber saman um ad Manaus sé ekki áhugaverd borg. Í raun séu bara tvaer ástaedur til ad heimsaekja hana.
- Sem baekistöd til ad skoda Amazon ( flestir sem heimsaekja Amazon gera thad hédan)
- Til ad skoda óperuhúsid sem Werner Herzog gerdi heimsfraegt í kvikmynd
Vid erum á annarri skodun. Manaus er heillandi sudupottur. Thad eitt ad thad skyldi verda hér til borg inni í midjum Amazonskóginum fyrir meira en hundrad árum sídan eitt og sér er nóg. Gúmmíaedid var eins og gullaedi á theim tíma. Ríkisbubbarnir sem thá urdu til vildu hafa menningu svo their byggdu thetta stórglaesilega óperuhús inni í midjum regnskóginum og thar hefdum vid geta séd nýja uppfaerslu á Carmina Burana ef vid hefdum haft tíma.
Markadurinn er heillandi - besti stadurinn til ad kynnast furdum svaedisins. Hér er haegt ad kaupa ótrúlegustu fiska og furdulega ávexti ad ógleymdum öllum laekningajurtunum * kattarklő og djöflaeyra til ad nefna tvaer) - Keyptum bara slatta af guaranadufti fyrir mömmu en thad laeknar líka allt!
Hér er flotbryggja thar sem stór skip geta lagst ad en munur á vatnsbordi milli thurra og vota tímans er allt ad 10 metrar. Amazon áin breidir úr sér svo vart sér a´milli árbakkanna og samt eru meira en thúsund kílőmetrar til hafs.
Vidlum gjarnan hafa átt meiri tíma í Manaus - gerum thad naest.
Amazonat jungle lodge
loksins erum vid sótt - og keyrum sem leid liggur til austur - bídum spennt eftir nýjum aevintýrum. Thetta er vinsaelt lodge og hlýtur ad verda alveg einstakt.
THad er malbikadur vegur alla leid!! Dvölin hér minnir meira á frí á Spáni en aevintýri í regnskóginum. Allt vodalega huggulegt og skodunarferidr byrja klukkan 9 á morgnanna -ekki klukkan 5.30 eins og í Cristalíno og Pantanal. Eftir thá stadi er thetta nú heldur ómerkilegur frumskőgur!!!!
Vid laerum thó um margvíslegar jurtir og allar tegundirnar af vafningsvid - eins og Tarzan nýtir til ad sveifla sér.
Vid förum í bátsferd um Amazon og sjáum hina langthrádu bleiku höfrunga - og viti menn their eru sko BLEIKIR - engar ýkjur, skaerbleikir. Ferdin er thess virdi - hefdi ekki trúad thessu nema ad sjá thad med eigin augum - ad vísu er sjónin farin ad daprast en thessi litur hlýtur ad vera einstakur í öllu lífríkinu!!!!
Vid sjáum líka grá höfrunga sem l~ikt og their bleiku hafa sérhaeft sig í lífi í ferskvatni - urdu jú eftir greyin thegar Andesfj¨llin hófu ad myndast oig lokudu Amazonhafinu fyrir mörgum milljónum ára sídan.
Hér eru líka ýmisr undarlegir fiskar af sömu ástaedum eins og ferskvatnshákarl.
Vid sjáum letidýr - thau eru aedi - nú veit ég af hverju letidýr er ein adalhetjan í Iceage!!!!
Nádhús leit á midri Amazon
Vid ferdumst med hollenskum hjőnum og thegar konan tharf á klősetúti á midju fljőtinu eru gód rád dýr. Thetta er fín frú og mun svo sannarlega ekki leysa nidur um sig og stinga rassinum út fyrir bátinn. Vid brennum ad landi og stýrimadurinn fer heim ad fyrsta húsi sem stendur á stultum vid árbakkann en enginn heima. Vid reynum naesta hús og thar fáum vid aldeilis frábaerar móttökur. Ekkert mál ad fá ad skreppa á klősettid. Konan gengur eftir flotbrúnni í gegnum húsid og eftir annarri lítilli brú í lítid afhýsi. Thar er gat í gólfid og tharfirnar renna beint í fljőtid.
Hinum meginn hússins er annad afhýsi og thar er badid - aftur gat í gólfid og bad beint í ánni - vill til ad um Amazon rennur thridjungur af öllu ferskvatni á jördinni.!!!!
Heimbod í Fljőtahús
Húsid theirra Pedro og Sessu er fátaeklegt en frábaerlega hreint og snyrtilegt. Thau eru gódir gestgjafar Thegar thau frétta ad vid séum med nesti thá bjóda thau okkur strax ad borda thad í húsinu sínu. Sessa verdur heillud af portúgölsku Lilju og med theim tekst strax gódur vinskapur. Sessa raektar harda stóra banana sem hún sker í thunnar sneidar og steikiir. Saltadar bananaflögur sem hún selur á markadnum. Hún vill endilega ad vid smökkum - rýkur út saekir banana og steikir. Tommi kemst heldur betur í feitt!!! Og ég er sammála - steiktu söltu bananaflögurnar eru gómsaetar!
6 metra krókódílar og mauratré
Vid eigum ad veida Piranha fiska - thad stendur í dagskránni og Ruiz fer eftir henni enda alvöru leidsögumadur med fínt merki!!! En thad bítur ekki einn einasti á - gerir svo sem ekkert Tommi er búinn ad veida thá í tugatali í Cristalino. öllu verrra er ad hann valdi ad binda bátinn vid tré sem er í raun holt ad innan!! og innan í tív búa milljónir maura í sambýli vid tréid og thessir vardmaurar eru sko ekki gladir thegar tvífaetlingarnir binda bátinn vid treíd.! Their streyma í thúsundatali eftir kadlinum og thessi raudu maurar bíta! Fast. Thad borgar sig ad binda vid rett tré!
Vid thvaelumst um ánna fram undir myrkur thví thá er best ad leita ad stóiru krókókilunum - tví midur koma tha líka fram önnur kvikindi afar hvimleid - andstyggilegar moskitőflugur sem finnst íslendingar aedi!!!
Vid leitum ad krókódílum en finnum bara nokkra smádíla. stýrimadurinn segir Boragargaedinum okkar (Ruiz er frá manaus og er vanur ad gaeda fólk af skemmtiferdaskipum) til ad grípa einn krókódílsungann - klaufalegir tilburdir hans valda thví ad báturinn naestum tví veltur! Og ekki vill betur til en svo ad 50cm langur krőkődílsunginn bítur hann í hendina - stýrimadurinn er búinn ad fá nóg og vill nú snúa til byggda.
Gisti í regnskőginum í hengirúmi med Tarantúlum
Segi ykkur frá thessu á morgun!!!
1
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 22:18
Allt gengur vel en
Erfitt ad komast í tölvur med nettengingu. Hefur eitthvad med stadarvalid ad gera!! Erum á eldfjallaeyjunni Fernando de Noronha sem minnir mest á Vestmannaeyjar med pálmatrjám og 28C heitum sjő. Fórum í iokkar fyrstu köfun í dag - Tómas stód sig eins og hetja á 12 metra dýpi.
Amazon var líka áhugavert - segjum ykkur vonandi allt frá tví og myndskreytt á morgun eda hinn - en thá verdum vid komin til Ríó de Janeiro.
Ad vísu er hér allt í miklum seinkunum í flugi og ríkir mikil sorg vegna flugslysins um daginn.
med kvedju Frá ferdalöngum á Fernando de Noronha.
Ps. Ef einher er ad fara ad gifta sig og á sá aur er thetta ídeal stadur fyrir brúdkaupsferd
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
18.7.2007 | 11:07
Pantanal - Fenjalandid mikla
Pantanal: Fylki á floti 8. 13 júlí
Vid erum sótt ă á hőtelid í Ciuaba af Eduardo eiganda Jaguar Lodge. Vid ökum sem leid leggur út úr tessari 700.000 manna borg sem er eins óáhugaverd og frekast er unnt. Thad ber ekki margt fyrir sjőnir thá 100 kílőmetra sem eru til Pokóne ( litla Ný) sem pantaneirar telja sina adalborg emd 11.000 íbúa. Ad vísu bregdur fyrir ödru hverju stórum ljősum hrúgum vid sjóndeildarhring. Uppgröftur úr gullnămum segir Eduardo en thad eru nokkrar gullnămur enn starfandi hér. Tómas upplýsir ad hann vilji stoppa til ad finna gull vid litlar undirtektir.
Pokőne er litríkur baer med fjölbreyttum lágreistum húsum, mörgum hverjum frá fyrri hluta 20. aldar og bera gullaedinu sem thá gekk hér yfir nokkurn vitnisburd, oft fallega skreytt. Hér stoppum vid, hittum Fabrizio sem verdur leidsögumadurinn okkar naestu daga og Tító sem er bílstjórinn. Vid skiptum um bíl. Naestu daga verdure gamall, brakandi, ískrandi 4-hjőladrifinn fordpallbíll med saetisbekkjum á pallinum hálfgert heimkynni okkar. Hér baetist líka 18 ára bandariskur strákur í hőpinn, Ethan. Hann kom hingad first 11 ára gamall med mömmu sinni og hefur komid öll sumur sedan Pantanal er eins konar sveit fyrir hann, Ethan elskar Pantanal sem segir nokkud tví ég hef aldrei hitt neinn sem hefur ferdast jafn vida midad vid aldur og hann Mongólia og Sudurskautslandid eru bara daemi.
Transpantaneira
Eftir stutt stopp í Pokóne er lagt af stad í enn eitt aevintýrid. Um nordurhluta fenjalandsin fraega Pantanal á landamaerum Brasilíu, Bólivíu og Paraguay. Sőlin sk~in og thad er brakandi heitt en thurr hitinn er ekki óthaegilegur.
Transpantaeira er VEGURINN já thad er bara einn vegur og hann er nu varla upp á marga fiska med Meira em 100 trébrúm sem magar hverjar eru svo götőttar ad thad er varla nema fyrir ofur aksturshetjur ad keyra yfir sumar theirra án thess ad hjartad missi úr slag. Framundan er meira en 100 kílőmetraakstur eftir thessum vegi thar sem rykid er rautt og thyrlast í háum skýjum thegar vid maetum bílum og hámarkshradinn er naer 15 km/klst. Thad er belja ad fara fram úr ödlast alveg nýja merkingu vegna thess ad hér í thessu nautgripalandi eru beljur og bolar oft ad fara fram úr.
Fenjalandid
Nu er thurkkatíminn nýlega hafinn og landid thornar hratt bara eftir tjarnir hér og thar og árnar varla svipur hjá sjőn en meiri hluta ársins er hér flest á floti. Eftir mánud eda svo verdur allt ordid skraufathurrt ekki ein einasta tjörn em svolítid vatn í ánnum. Pantanal er matarkista fyrir farfugla sem hafa her viddvöl eda verpa. Thúsundir, hundrudir thúsunda fuglar og krőkudílar, og spendýr sem hafa adladad sig ad votlendinu og uma thess vel ad synda tví án thess ad synda og thola vel thurrka lifir enginn af á thessum undarlega en heillandi stad.
Svona margir krőkódílar
Medfram Transpantaneira eru enn őtal tjarnir og thaer eru fullar af krókódílum. Eftir tví sem lidid hefur á thurkkatímann er minna vatn og krókódílarnir safnast á thá stadi thar sem enn er vatn. Thar er lika enn allt krökkt af fiskum og froskdýrum sem hafa lent í sama vandamáli. Hegrar, íbisfuglar, storkar og adrir stőrir votlendisfuglar eru maettir um langan veg til ad gaeda ser á thessu bjargarlausa veislubordi vatnalífvera. Og ekki adeins their heldur er hér ótrúlegur fjöldi ránfugla, fálka, hauka, váka, gleida og hvad their allir heita. Tómas hefnir sín Krókódílarnir hér heita Caiman. Pantanal afbrigdid verdur ekki mjög stórt og skapar enga haettu thó ad ad sjálfsögdu munu their bíta ef hendi er stungid milli skoltanna. Thetta nafn olli Tómasi hugarangri í Cristalino thegar Fransisco bátastjőrinn okkar med aranarsjőninni sagdi ad nu skydlum vid fara og skoda Caiman. Caveman? Do they have spears and all?? spurdi Toma Orri afskaplega áhugasamur en vard fyrir tvílíkum vonbrigdum thegar thetta var leidrétt vid vorum bara ad fara ad skoda krókódíla.
Tómas naer hefndum
Í dag naer Tómas fram hefndum. Vid stoppum í hádegisverd á Hőtel Pantanal Matto Grosso sem stendur vid eina ánna. Mjög fallegt hótel thar sem eflaust er gott ad vera. Vid fáum meira ad segja krókódílagúllas sem bragast ekkert ósvipad og túnfiskur. Eftir matinn er kominn tími á smá síesta enda heitt í vedri. Thad er fólk ad veida á ánni. Tómas faer veidistöng og kjötbita í poka til ad beita. Nú getur hann sýnt Piranha veidifaernina sem hann nádi ad tileinka sér undir öruggri leidsögn Fransisco í Cristalinoánni. Faerid í vatnid og fyrsti grádugi fiskurinn bítur á. En sá naesti er öllu ófrýnilegri og erfidadra ad landa thad er nefnilega Krókódíll á faerinu sem hefur látid blódlyktina villa um fyrir sér. Nú er illt í efni Thad verdur ad skera á girnid. Og nú syndir krókódíll í ánni med öngul í kjaftinum til minningar um lítinn veidimann frá Íslandi.
Áfram veginn
Thad er sagt ad besta leidin til ad skoda dýralífid í Pantanal sé einfaldlega ad keyra fram og aftur Transpantaneira og minnst einu sinn í myrkri. Vid keyrum áfram og eftir smástund er ég búin ad baeta őtal fuglum á listann minn: Alls kyns hegrum, jabarra storkum, Sniglahauk (snaileatin kite), Savanna hauk, vegarkannts hauk, gulh6ofda gammi, flódsvínum og fleiru - tek myndir af tví og vona ad einhver langi einhvern tíma til ad skoda thaer. Verd bara ad bjődast til ad halda myndasýningu fyrir Fuglavernd!! Med myndirnar frá Cristalino og nú hédan verdur thetta liklegast framhaldsmyndasýning.
Á endastad
Loksins erum vid komin. Komin? Tad getu ekki verid ad thetta sé stadurinn? Ég er ad borga haesta dagverdid í allri ferdinni hér og thetta er vaegast sagt hrörlegt. Okkur er sýnt herbergid okkar í tveggja herbergja húsi. Tad eru gat baedi undir og ofan vid hurdina, gaman fyrir moskítóflugurnar sem elska okkur ofar öllu. Herbergid er kuldalegt. Kakkalakki býdur okkur velkomin. Á badinu eru til húsa 3 litlir froskar. Gott hugsa ég, their halda moskíto flugunum og annarri óvaeru í skefjum. En hér eru líka fjölfarnar mauraslódir. Drengurinn sem opnadi herbergid hvíslar einhverju ad Fabrizio ( Thad var slanga hér inni í dag en ég er búinn ad henda henni út ); Eftir smá umhugsun bidjum vid um ad fá ad sjá hin herbergin vid erum hvort ed er einu gestirnir. Naesta herbergi er miklu betra meira ad segja mynd á veggnum og heilt moskítónet yfir hjónarúminu. Vid könnum badherbergid í thaula. Wellington, en svo heitir 17 ára munadarleysinginn sem á eftir ad verda sérstakur vinur okkar segir ad hér búi stőr froskur á badinu. Hann finnst ekki - enda lílegast ordid fórnarlamb storks. Vid flytjum annad rúm í herbergid, Wellington skrúfar upp festingu fyrir moskítónet og eftir smástund er herbergid ordid hid vistlegasta. Hér aetlum vid ad búa naestu daga.
Dag og naeturaevintýri
Fyrir kvöldmat keyrum vid ad finna Bláu arapáfagaukana sem eru í brádri útrýmingarhaettu. Vid finnum fullta af theim tharf sem their halda til í p´lmalundi ekki fjarri. Og vid kynnumst theim nokkud náid tví thessir hávadaseggir hafa thann sid ad garga í pálmatrénu fyrir utan herbergid okkar um 6 leytid alla morgna. Eftir kvöldmat er er farid í naeturleidangur med ljóskastara á bílnum í leit ad spennandi dýrum. Á óskalistanum er Tapír, Jagúar og Anaconda. En kvöldid er furdulegt. Eina sem vid sjăum er Putoo stór naeturfugl sem lítur út eins og trjábolur. Vid sjáum eiginlega ekkert. Hins vegar er varla staettá bilpallinum fyrir flugnafaraldri. Ég hef aldrei lent í svona segir Fabrizio. Hvad skildi thetta boda. Vid komumst ad tví naesta morgun hvad thetta merkir vedrabrigdi. Thad er skýad og dálítid kalt Kalt á íslenska maelikvarda.
Kaldasta í 60ár?
Klukkan er 06.00. Thad er ískalt en vid látum thad ekki á okkur fá klaedum okkur í nokkur lög og út í gráan morguninn í leit ad dýrum. Göngum og sjáum fullt áhugavert en skemmtilegastur er thó náttfuglinn sem situr efst í daudu tré og lítur út eins og framlenging af trábolnum. Fullt af bláum örum, en sá hávadi. thad er eins og their séu í keppni um hver geti gargad haest og mest. Glaesilegir fuglar hvort sem their sitja á pálmagrein eda svífa yfir med sínar löngu stélfjadrir í eftirdragi. Komum til baka í morgunmat.Thad snjóadi víst í Buenos Aires í morgun í fyrsta sinn í 60ár og thetta vedur er á leidinni hingad. Heppin vid!!! En kaldast vedrid kom aldrei alla leid - jíbbí
Allir fuglar himins?
Keyrum um veginn og sjáum fullt af nýjum fuglum. Í fjarska er eitthvert dýr á veginum. Stórt, raudbrúnt. Thegar vid nálgumst skýst thad inn í runnana en thó ekki fyrr en vid höfum séd ad thetta er tapír. Vid horfum á á eftir rassinum á honum med smá skotti hverfa inn í skóginn. Áfram og nú höfum vid komid auga á ungluunga sitjandi í á grein vid hlidina á hreidrinu í stőru daudu tré. Eyruglupabbinn og mamman fylgjast athugul med falin í laufi naesta trés. Alls stadar eru théttar fuglabyggdir og krőkódílar. Vid erum löngu haett ad telja. Einn storkur hefur nád í stóran frosk. Vid fylgjumst med endalokum frosksins thar sem hann er kokkgleyptur og getum séd hvernig hann berst nidur háls storksins sem stór kúla.
Naeturgöltur og afturendar
Vid keyrum fram og aftur, fram og aftur í myrkrinu, kvöld eftir kvöld..Lýsum inn í runna og upp tré med stórum ljóskastara. Vid sjáum Ocelot, litla fraenda jagúarsins skjótast yfir götuna. Tapír lítur sem snöggavast til okkar ádur en hann hverfur milli trjánna. Tvö pekkari svín sem eru alls ekki svín rölta yfir. Ein einsömul kanína og all nokkrir refir af tveimur gerdum, annar venjulegur en hinn hefur sérhaeft sig í krabbaáti. Ég nae loksins myndum af naeturdýri thad reynist vera hinn afar sjaldgaefi áttfaetti refur, náskyldur Sleipni. En enginn jagúar.
Med frostrósir í jagúarleit
Thad hefur sést jagúar vid ánna vid enda vegarins. Vid ökum sem leid leggur Transpantaneira til Porto Joffre sem stendur vid Paranaánna sem rennur í Iguazufossana. Setjumst í bát í bitrum kulda og leitum ad jagúarnum en hann er frosinn líka og löngu búinn ad leita skjóls í skóginum. Kuldinn er őtrúlegur, rakur og smýgur inn í merg og bein. Ef Thad kemur3ji svona dagurinn munu litlu páfagaukarnir falla daudir nidur. Vid förum aftur til baka og Wellington faerir okkur heitt kakő ynidlegur strákur. Sól á ný. Sólin er tekin ad skína krókudílarnir breida úr sér á árbökkunum og fuglarnir syngja af hjartans list. Vid hegdum okkur alveg eins. Erum öll komin út og sleikjum sólina. Pantanal er frábaer stadur til ad skoda dýr og jafnvel thó jagúarinn se´enn ófundinn höfum vid séd Tamandú litlu mauraaaetuna, öskurapa med unga og broddgölt lengst upp í tré. Thad er thess virid ad koma hingad.
Og naest aftur Amazon!!
Framundan er langt, langt flug til Manaus, 5 klst. Thar bída okkar fleiri aevintýri á Amazonat Jungle Lodge!!
Erum búnin ad vera í Amazon og erum í dag ad halda aftur til Manaus.
thetta blogg er sent um gervihnött.
thess vegna eru engar myndir
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2007 | 10:55
Sofnandi borg
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 00:33
Cristalino - ótrúleg upplifun
Ég var búin ad lesa ad Cristalino verndarsvaedid vaeri eitt thad áhugaverdasta í Amazon. Á fáum stödum vaeri haegt ad skoda eins vel vardveittan en adgengilegan regnskóg. Nú er vetur í skóginum. Tad rignir eiginlega ekkert og tegar kemur fram í águst er skógurinn ordinn furdu thurr og dýrin öll farin ad leita nidur ad ánnum. Í september kemur vorid med daglegum regni og thá hefst varptíminn. Nú er júlí, stígarnir thurrir og fyrsta tréin búin ad fella laufin. Thau gera tad nú og blómstra í skaerum litum til ad lada ad fugla.
Cristalino Jungle lodge
Vid höfum lítinn kofa, bungalow til umráda, einstaklega skemmtilega innréttadan á einfaldan máta. Maturinn er gódur og allt gert til ad okkur lídi sem best - en tad er ekkert rafmagn nema í stutta stund um kvöldmatarleytid tegar ljósavélin er keyrd. Enginn sími, engin tölva, ekker internet!! Hér raedur Vittoria húsum en hun er einn af forsprökkum fyrir verndun regnskógarins í Brasilíu og hefur unnid hér frábaert starf. Hér í Cristalino er rekinn Amazon umhverfisskólinn sem hefur tad ad markmidi ad uppfraeda unga brasiliubúa um naudsyn tess ad vernda Amazon med tví ad gera teim ljóst tad gífurlega verdmaeti sem felst í líffraedilegum fjölbreytileikanum. Eftir ad dvelja hér er ég sannfaerd um ad Kolvidarsjodur gerir mest gagn med thví ad kaupa hér regnskóg og baeta vid svaedi eins og Cristalino. En nóg um tad.
Best af öllu í Cristalino er hid frábaera starfsfőlk sem flest hefur heyrt af Cristalino og er komid hingad af hugsjőn. Hér eru líka starfandi sjálfbodalidar, flestir eru fuglafreadinga enda svaedid eitt thad besta í heiminum fyrir fuglaskodara!!
Amazon í 6 daga!!
Gott fólk, gódur matur og fín rúm eru naudsynleg thegar farid er á faetur klukkan 5.30 alla morgna tví hér má svo sannarlega sannreyna ad morgunstund gefur gull í mund - ad minnsta kosti ef á ad skoda lífid í skóginum. Eftir furdu kaldar naetur vaknar skógurinn vid sólarupprás- og thrátt fyrir ad naetur lífid sé líka áhugavert og oft audveldara ad finna stóru dýrin í myrkrinu tegar augun teirra endurkasta ljősinu!
Vid byrjum fyrsta morgunin á ad klifra upp í skodunarturninn sem er 50 metra hár og gnaefir upp úr skóginu!! - í Trjánnum sveifla sér apakettir - dingla á rőfunni og gretta sig framan í Tómas - koma meira segja nidur til ad kíkja á pésa. Yfir höfdum sveima gammar og fálkar, hávaerir pafagaukar, litskrúd sem tekur engan endi. ´
Áin er samt besti stadurinn til ad skoda lífid í Amazon - og vid förum í batum upp og nidur. Leitum ad krókódílum, otrum og flódsvínum, sjaúm Paca og Agouti end engan tapir ne´heldur jagúar.
Ég er himinlifandi yfir ad hafa barid risaedlufuglinn augum - fugl sem er hvergi annars stadar ad sjá!! Sólsetur yfir Telespiri, eltum uppi náttstad ;tusunda hegra, naeturavintýri med skordýarfraedingnum tar sem vid finnum sproddreka og lirfu sem er baneitrud.
Mest af öllum veit thó Alfredo sem bjő í 24 ár á sveitabae inni í midjum skóginum og thekkir hann eins og lófann á sér - jurtirnar og lyfin. Marchino, Xingu indjáninn sem skrifar ljod - Fransisco sem sýnir ómetanlega tholinmaedi vid ad adstoda Tómas vid Piranha veidar ( Tommi veidir Piranaha í afskaplega góda fiskisupu handa öllum).
Nóg um thessa dag í Cristalino - tid verid bara ad koma hingad og upplifa thad líka. Vid erum Ástfangin af Amazon - og kunnum bara vel vid as synda med Piranha (sögur af theim eru stórlega ýktar) og hinum mjög svo saetu Caimönum sem verda varla nema metri, med skottinum!!!
Í nótt gistum vid í Cuiaba og höldum inn í Pantanal í leit ad Jagúar snemma í fyrramálid thar sem vid verdum naestu 5 daga.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2007 | 23:56
Amazon og ekkert netsamband í viku!!!
Thridjudaginn 3ja júlí flugum vid frá Salvador til Brasilíu, áfram til Cuiaba, höfudborg Matto Grosso ( hver man ekki eftir Matto Grosso theim skelfilega frumskóg avintýrabóka 7. áratugar sídustu aldar ). Stigum út úr vélinni, thad er vetur svo hitinn er thurrar 35°C- eins og heitur veggur. Áfram med smávél um Sinop til Alta Floresta ( vid +2 adrir fartegar). Matto Grosso - Hvar er frumskógurinn, heimkynni kyrkislanga og alls kyns furduvera?? Úr lofti er allt í fyrstu thakid ökrum en eftir thví sem vid nálgumst Amazon meira breytist landid. Hér hefur skógurinn verid ruddur/ brenndur fyrir nautgriparaekt. Hér er ekki frjősamt skógarteppi. Thví hefur verid rutt burtu og í stad er kyrkingslegur gródur, allt thurrt og raudleitt vegna járnsins í jardveginum.
Á leid til Cristalino verndarsvaedisins
Vid lendum í Alta Floresta sem er hálfgerdur landnámsbaer í jadri Amazon. Thad bídur okkar Landrover til ad flytja um rauda moldarslóda rúman klukkustundar akstur nidur ad Telespirisánni sem miklu nordar sameinast Amazon. Á leidinni sjáum vid Capivara, flódsvín ad bada sig vid litla tjörn í jadri smá skóglendis.
Keyrum framhjá fullt af beitilandi thar sem eru fleiri termítahrúgur en tré og hálfhoradir nautgripir rölta um. Bóndabaeirnir eru hrörlegir en fólkid gladlegt thótt ljóst sé ad hér er ekki mikid ríkidaemi. Verdur skiljanlegt ad baendur freistist inn í skóginn til ad höggva verdmaetan hardvid eda stela fridudum páfagauk enda naegur markadur fyrir slíkt í ríku löndunum.
Komum loks ă árbakkann thar sem bídur bătur eftir okkur. Á honum eru their Eduardo leidsögumadurinn okkar, fuglafraedingur, forfallnari en Einar bródir og félagar og Francisco sem thekkir skóginn vel og á eftir ad reynast haukur í horni thegar kemur ad thvi ad finna dýr og annad áhugavert. Vid leggjum af stad eftir Telespirisfljótinu sem er örlítid mjórra en Thingvallavatn (árnar hérna eru frekar tröllvaxnar). Thverum hana og rennum upp í Cristalinoánna sem á eftir ad vera hálfgert heimkynni okkar naestu dagana. Aevintýrid er hafid!!!
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 01:00
Salvador - heillandi heimur ă heimsminjaskrá
Thegar ég kom hingad átti ég ekki von á tví ad gamli baejarhlutinn í Salvador vaeri svona heillandi. Hann gefur Feneyjum, Prag og Sienna ekkert eftir, nema hvad vardar vidhald. Enginn veit hvad átt hefur fyrr en misst hefur. Vonandi verda tad ekki örlög Pelorinho ad falla fyrir jardýtukjöftum. Thad ad vera ă heimsminjaskrá er ekki nóg til ad trygjga verndun og vardveislu tví slíkt kostar fé. Thrátt fyrir ad thad sé gífurlegur uppgangur í efnahagslífinu thá birtist thad enn ekki í auknum áhuga á vardveislu menningarminja. Vonandi verdur fljótt breyting thar á.
Í dag fórum vid í baejarferd. Lilja hafdi fengid bílstjóra og leidsögumann til ad uppfraeda okkur um borgina. Michael er svo sannarlega starfi sínu vaxinn, óthrjótandi brunnur um allt sem vardar borgina og sögu hennar. http://www.planetware.com/pictures-/salvador-bra-ba-s.htm
Portúgalar komu hingad 1. nővember árid 1501 - á allra heilagramessu og dregur flóinn sem borgin stendur vid nafn sitt af tví. Salvador var höfudborg Brasilíu til 1763 en tá tók Ríó vid tví hlutverki. Á fáum stödum eru fleiri kirkjur en hér, hver annarri fallegri. Fleiri heldur en dgarnir í árinu. Strandlengjan er vördud virkjum. Midborgin er tvískipt: ny blokkahverfi annars vegar en hins vegar afskaplega heillandi gamall baer. Á nesi nokkur stendur ein fraegasta kirkja Brasilíu, BomFim sem merkir gód endalok. Til BomFim streyma pílagrímar allan ársins hring en fraegust er kirkjan thó fyrir árlegan krikjutröpputvott til minningar um thá sem aldrei fengu ad koma inn í Gudshúsid.
Virkin sem umlykja borgina eru mörg. Flest reist á 17. öld. Eitt theirra er langt frá sjó thar sem búid er ad byggja mikla landfyllingu langt út í sjó. Annad virki hefur ödlast nýtt hlutverk, nú er kominn viti í mitt virkid.
Húsin í gamla baenum er fjölbreytt og litskrúdug en tví midur mörg í algerri nidurnídslu og eru nú adsetur efnaminna fólks.
Í dag eru mikil hátídahöld í gamla baenum, thad er sjálfstaedisdagur Bahia - dagurinn sem portúgalar yfirgáfu héradid, 10 mánudum eftir ad teir yfirgáfu adra hluta Brasilíu. Baerinn idar af lífi. Tónlistinn hljómar úr hverju horni, seidandi rythmar, framandi hljódfaeri. Skrúdganga med sambatakti. Ómótstaedilegt, ekkert haegt ad gera annad en dansa med.
Sao Fransisco kirkjan er kannski ekki sú fraegasta en engin kirkja getur státad af meira gulli í skreytingum. Tad má efast um tad hvernig heilögum Frans af Assissi líkar thetta brudl í sínu nafni en tví verdur ekki á mőti maelt ad thetta er ein allra áhugaverdasta kirkja sem ég hef heimsótt. Í skreytingunum aegir saman fyrirmyndum úr mörgum trúarbrögdum. Kirkjuna skreytir mikill fjöldi engla sem naestum allir eiga thad sammerkt ad thad hefur verid brotid af theim tippid. Thraelarnir sem unnu vid ad gera skreytingarnar höfdu ekki hefdbundnar hugmyndir um útlit engla - og höfdu thá thví eins og menn, sem kom kirkjunnar mönnum í opna skjöldu og var tví farid ad koma theim í edlilegt englaform - adeins 3 englar slupu vid thessa limlestingu. Varalitada skrímslid sem kúrir í horninu á lika miklu meira skylt vid menningu indjánanna en thá kristnu og svo má lengi telja, enda Salvador höfudvígi Candomblé sem eru blanda af Kathőlsku og fornum trúarbrögdum afrikubúanna sem hingad voru fluttir í skipsförmum á öldum ádur. 86% íbúanna eru af afrískum uppruna.
Thó ad margt sé heillandi er samt 25% atvinnuleysi og grídarleg misskipting. Meir en helmingur borgarbúa býr vid töluverda fátaekt í sérkennilegum hverfum thar sem húsunum er hrúgad hverju ofan á annad. Tessi hverfi umlykja alla midborgina.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2007 | 21:37
Sársaukafullur letidagur á Praia de Sol
Frábaert föstudagskvöld eda hitt tá heldur. Taskan hans Tomma loksins komin, vafinn inn í thykkt plast. Vá! hugsa ég. Ósköp passa their vel upp á farangur sem lendir í villum. Klippi plastid af - full eftirvaentingar. "Aetli tad sé allt í töskunni sem thar á ad vera?" Taskan er gaudrifinn. vid opnum hana varlega. Fyrsta sem blasir vid er fíni naerbuxnapokinn hennar Lilju, vel taettur - fínu naríurnar sluppu tó allr nema tvaer sem bera thess merki ad hafa lent í tönnum faeribandsins. Allt í klessum súkkuladirúsinum og allt rennandi blautt. Nú vitum vid af hverju taskan var svo vel inn pökkud. Hú hefur lent í faeribandinu á Heathrow. Kvöldid fer í ad tvo allt sem var í töskunni vid lítinn fögnud - hefdi miklu frekar viljad drekka öl úti á horni undir léttri brasilískri sveiflu.
Laugardagur í leti
Sólin skín í heídi ( eins og naestum alltaf). Vid leggjum af stad nídur á strönd. Falleg sandströnd med pálmum og skerjagardi rétt undan landi sem brimar á. Í briminu leika sér surfarar en their minna aevintýragjörnu kíkja í strandpollana og skoda litskrúduga fiska sem bída naesta flóds.
Vid syndum í volgum sjónum, milli tess sem Lilja kaupir alls kyns gódgaeti af farandsölunum.
Nú tekur ad flaeda ad. "Passid ykkur á litlu marglyttunum" segir Lilja¨, "thaer koma inn med flódinu." Tómas er ad gladur ad svamla vid hlidina á mér í einum af pollunum. Skyndilega rekur hann upp vein: Marglytta hefur vafid thraedi um hökuna á honum. Tommi veinar og veinar. Ég kem honum upp í fjöru og leid er komin brasilísk kona - "Var hann ad brenna sig á marglyttu? Thad er voda vont. Komid med mér, vid făum edik á veitingastadnum, thad virkar vel. "
Tómas er voda aumur, vid fáum edikid og til vidbótar er baett vid gulu krydddufti. Tommi lítur furdulega út. Liggur á handklaedinu sínu og graetur sáran "Af hverju kemur alltaf allt fyrir mig". Lilja segir okkur frá thví ad hún hafi lend í svo stőrri marglyttu ad trádurinn hafi vafist alveg um handlegginn og sá sem hjálpadi ad ná honum hafi hafi brennt sig á fingrunum. Thvílík skadraediskvikindi. Eftir hálftíma er Tommi loksins búinn ad jafna sig og til í ad koma ad stappa á marglyttum í hefndarskyni.
Nú er búid ad flaeda töluvert ad og Lilja fer ad leita ad surf kennaranum sínum. Sídasti surf tíminn. Thetta vil ég fest á filmu - og árangurinn bara nokkud gódur.
Thratt fyrir ad aetla aldrei aftur ad synda í sjónum er Tómas kominn út í brimid og aetlar ekki ad nást upp úr - enda er thetta svo gaman
Tegar vid komum heim er Paulo búinn ad grilla heilt fjalll af kjöti. Brassar eru ótrúlegar kjötaetur, thurfa ekki einu sinni medlaeti. Ég fae ad smakka brasiliskt vín í fyrsta sinn - alveg frábaert úr ranni Toniolo fjölskyldunnar (Móduraett Paolo). Ekki sídra en thau vín sem ég hef mest drukkid frá Argentínu og Chile.
Um kvöldid fer allt lidid í Bíó en vid Tommi horfum saman á mynd enda komid midnaetti.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2007 | 23:55
Praia de Forte og Projecto Tamar
Praia de Forte
Í kringum Salvador eru sumar af fegurstu ströndum heims. Snjóhvítar strendur med pálmatrjám og ylvolgum sjó. Í dag liggur leidin til Praia de Forte (Virkisstrandar). Paula yngsta dóttirin er á leid thangad med vinkonum sínum og taer mega gist eina nótt vid fáum ad fljóta med og sleppum tví vid ad taka straetó thessa 50 km leid. Vida á ströndinni er verid ad reisa sumarhúsabaei meira segja kominn einn slíkur alfarid í eign nordmanna í nágrenni Natal. Vid fáum baeklinga thessi strandhús eru ansi dýr kosta 5 milljónir, dýrt á maelikvarda brasilíubúa en hér er haegt ad láta hanna og smida fyrir sig stórt einbýlishús fyrir 10 milljónir.Christine og Paolo dreymir um ad eignast svona hús Gód hugmynd: Af hverju kaupid tid ekki svona hús hér og vid getum notad tad og passad fyrir ykkur thegar tid erud ekki í tví segir Paolo med bros á vör.Tamar Skjaldbökuverkefnid
Í Praia de Forte er Tamar, verkefni til verndar saeskjaldbökum sem var komid á laggirnar 1983. Í heimshöfunum eru 7 tegundir af Saeskjaldbökum og 5 theirra verpa í Brasilíu. Skjaldbökur eru med elstu dýrum á Jördinni taer voru komnar fram fyrir ad minnsta kosti 150 milljónum ára og lifdu med risaedlunum en lifdu af thegar thaer dóu út.
Thad var ekki fyrr en hvíti madurinn hóf landvinninga sína um vída veröld ad verulega fór ad halla undan hjá Saeskjaldbökunum og upp úr 1970 var ljóst ad taer voru í brádri útrýmingarhaettu. Í kjölfarid komu verndaradgerdir med verkefnum eins og Tamar sem ganga út á ad freada og vernda med thví ad gera fólk medvitad um haettuna sem thessum dýrum stafar af reknetum, veidum, en thó mest ágengi mannsins í varpsvaedi theirra sem eru einmitt á sandströndum hitabeltisins Verst er thó ljósmengun en ungarnir leita í björtustu áttina thegar their skrída úr eggjunum sem aetti ad vera sjórinn en er nú oftar en ekki ljós af mannavöldum sem bodar dauda fyrir litlu ungana.
Thad er grídarlega gaman ad skoda Tamar og kynnast vinnunni sem thar er unnin. Maeli med tví. Medal thess sem thar er hegt ad gera er ad koma vid ýmis sjávardýr, thar ă medal skötur ótrúlega mjúkar, snerta saebjúgu og láta litla fiska narta í fingurgómana.
Klősetthús er sjaldnast augnayndi en tví er ödruvísi farid í Tamar. Klósettin eru rosaflott! Tad er allt haegt ef viljinn er fyrir hendi!
Ströndin í Praia de Forte
Alveg eins og rőmantískri bíőmynd Hvítur sandur og pálmatré, á víkinni vagga litskrúdugir litlir fiskibátar og hvít kirkjan blasir vid milli pálmanna sem blakta í andvaranum. Sjórinn er yndislega volgur. Tómas fer strax ad svamla og leikur sér med gamla kókoshnetu. Ég fer í bikiní og er viss um ad thad sést á gerfitunglamyndum ég er sjálflysandi hvít innan um alla brúnu brassana. Eydum 2 tímum á ströndinni med sólvörn númer 50!!!Setjumst svo á einn af mörgum veitingastödum vid fjörubordid og pöntum Mocheca sem er fiskréttur med fiski og raekjum eldadur í gulleitri sósu Alveg rétt hjá Lilju thetta er afskaplega gott, en enn og aftur kemur á ővart hversu sparir Brassar eru á krydd engu ad sídur namm!.
Göngum um thorpid í svolitla stund hér er víst gaman ad vera á kvöldin, mikid mannlíf en vid erum ekki med meiri pening og thar ad auki eru komin skilabod um ad Taskan hans Tomma sé komin í hús.!! Vid tökum straetó til baka Thar sem Praia de Forte er endastöd fáum vid öll saeti sem er eins gott tví vagninn á eftir ad verda gersamlega yfirfullur svo út úr flaedir.Loksins á Tommi föt
Taksan er komin en hún er öll rifinn og allt í henni rennandi blautt nýju naerbuxurnar hennar Lilju sem vid keyptum heima eru í taetlum og blautar súkkuladirúsínur um allt Kvöldid fer í ad thvo.Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)